Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 100
162
Paul Heyse :
og litaðist um. Skipin lágu þar niður undan ; bratt-
ir klettar gnæfðu hringinn í kring. Sjórinn var
spegilfagur og heiðblár. það var sjón, sem vel var
gerandi að standa dálítið við til að horfa á. Nú
atvikaðist svo, að um lcið og hún renndi augunum
fram hjá bát Antoníós, þá horfðust þau í augu allra
snöggvast. þeim brá báðum í svip, líkt eins og þeg-
ar manni verður eitthvað á í ógáti. Síðan hjelt
stúlkan leiðar sinnar, og eins og með hálfgerðum
þykkjusvip.
jþað var stundu fyrir nón, og þó var Antoníó búinn
að sitja tvær stundir á bekknum niður við sjóinn.
Hann var eitthvað öðru vísi en hann átti að sjer,
því hann var allt af að spretta á fætur og skyggnast
upp éptir veginum. Hann sagði konunni í veitinga
skemmunni, að sjer litist ekki almennilega á veðrið.
Hann væri reyndar bjartur í lopti, en hann kvaðst
kannast við þennan lit á sjónum og loptinu; einmitt
svona hefði hann verið rjett á undan ofviðrinu síð-
ast, þogar hann hefði verið rjett búinn að drepa sig
með enska fólkið á leiðinni upp úr eynni. Hún
myndi víst eptir því, ef hún hugsaði sig um. »Nei«,
svaraði konan. — Jæja, hún skyldi þá minnast orða
sinna, sagði hann, ef veörið breyttist fyrir kvöldið,
oins og sjer segði hugur um.—»Er margt aðkomufólk
þarna í landi lijá ykkur?« mælti konan eptir litla
stund. —»það er um það leyti að koma núna fyrst.
það hefir ekki verið björgulegt til þessa. þeir sem
koma til að lauga sig, ætla ekki að hraða sjer, að út
lítur fyrir«.—-»Vorið kemur bráðum. Hafið þið haft
meira upp úr því heldur en við hjerna á Capri ?«—
»Jeg hefði ekki einu sinni getað smakkað makrónur