Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 95
L’Arrabíata. 1B7
f>að kvað hafa verið vænn rnaður og mikið ásjálegur,
og hann hefði getað alið önn fyrir henni móður þinni
betur heldur en þjer er hægt með þessu litla sem
þú getur unnið þjer inn«.
»Við erum fátæklingar«, svarar hún, nokkuð snögg
í bragði, »og hún mamma hefir legið veik svo lengi.
Við hefðum ekki orðið honum annað 6n eintómur
byrðarauki. það er ekki fyrir mig bændastúlkuna
að verða fyrirmanns-kona. Hann hefði kannske
skammast sín fyrir mig þegar kunningjar hans hefðu
komið að heimsækja hann«.—»En að heyra til þin,
barn! Jeg sem sagði þjer, að þetta væri vænsti
maður. Og svo ætlaði hann þar á ofan að flytja
sig búferlum og setjast að í Sorrentó. það getur
orðið bið á þvl, að þjer bjóðist hans maki; hann
var einmitt eins og af himnum sendur að hjálpa
ykkur«,—»Jég vil hreint ekki giptast,-—aldrei«, sagði
hún með þrjózkusvip og leit niður fyrir sig.—»Hef-
irðu strengt þess heit, eða ætlarðu að setjast í helg-
an stein ?«—Hún hristi höfuðið.—»það er satt, sem
fólk ségir, að þú ert sjerlunduð, þó jeg kunni nú samt
okki við, að þeir skuli kalla þig þetta sem jeg heyri
þeir kalla þig. Gleymirðu þá því, að þú ert ein-
mana í heiminum, og að þú eykur einmitt á mótlæti
móður þinnar með þrjózkunni í þjer? Hvaða mik-
ilvægar ástæður hefirðu til þess að veita hverjum
vænum og nýtum manni afsvör, sem vill vera þjer
stoð, þjer og honni móður þinni ? Svaraðu mjer,
Laurella!«—»Jeg hefi nóg fyrir mjer« mælti hún ; en
jog vil ekki segja það«. — »Ekki segja það? Ekki
mjer heldur? honum skriptaföður þínum, sem þii
líklega heldur annars að vilji þjer vel? Eða held-
urðu ekki það ?«—-Hún bar ekki á móti því.—»Segðu