Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 105
L’Arrabíata.
167
væru megnustu óvinir. Antoníó, sem annars var góð-
legur A svip, var nú sótrauður í framan; hann lamdi
árunum í sjóinn svo hart, að það slettist inn á hann
sjálfan, og varirnar titruðu við og við, oins og hann
væri að tauta eitthvað í bræði. Hún ljet sem
hún veitti því enga eptirtekt, setti upp mesta
sakleysis-svip, laut út yfir borðstokkinn, og hélt
hendinni niðri í sjónum. Svo tók hún aptur af sér
klútinn og fór að laga á sér hárið, eins og hún væri
alein í bátnum. En allt af voru hnyklar í brúnun-
um og allt af var hún að strjúka votum höndunum
um kinnar sér til að kæla þær.
þau voru nú komin miðja vegu milli lands og eyjar,
og var hvergi skip að sjá á þeirri leið. það var und-
ir sól að sjá út til eyjarinnar og gljáði á sandinn;
allt var í kyrrð og þögn; ekki svo mikið að heyrði
þyt af fugls flugi nærri þeim. Antoníó litaðist um;
það var eins og honum dytti allt í einu eitthvað í
hug. Roðinn hvarf úr kinnum hans snögglega, og
hann hvíldi sig á árunum snöggvast. Honum varð
ósjálfrátt litið til Laurellu; var hann áhyggjulegur í
bragði, en þó óttalaus.
»Jeg vérð að fá einhvern enda á þetta«, mælti hann
heldur stygglega. »það er búið að standa nógu
lengi. Jeg skil ekki í mjer annars, að jeg skuli hafa
borið það af Bvona lengi. |>ú þekkir mig ekki, segir
þú. Hefirðu þá ekki verið nógu lengi sjónarvottur
að því, að jeg hefi verið eins og vitstola maður, þeg-
ar þig hefir borið fyrir mig. Mjer hefir búið svo
mikið niðri fyrir, að jeg hefi engu orði upp komið af
því, sem jeg ætlaði að segja þjer. En þú, þú gerðir
ekki nema geiplaðir þig og snjerir þjer undan«.—
»Jeg átti ekkert vantalað við þig«, svaraði hún