Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 109
L’Aarrabíata. 171
úr bátnurn. Kerlingin með snælduna, sem var við
þegar þau lögðu frá landi um morguninn, stóð þar
niður frá enn. »Hvað er það sem þú hefir um hend-
ina?« kallaði hún til Antoníós. »Heilaga guðs móðir!
báturinn er allur löðrandi í blóði«. — »það er ekki
neitt«, svaraði Antoníó. »Jeg reif mig á nagla, sem
stóð út úr. það verður orðið jafngott á morgun.
það er blóðrenslið sem gerir, að þess konar sýnist
ætíð miklu voðalegra en það er«. —»Bíddu dálítið við,
þá skal jeg koma og leggja við það græðijurtir*. -—
»Vertu ekkert að ómaka þig. Jeg er búinn að gera
við það eins og þarf, og á morgun er þetta farið.
Jeg hefi holla vessa, svo það grær fljótt á mjer«,—
“Guðs friði«, sagði Laurella, og gekk leiðar sinnar upp
stiginn, —»Góðar nætur«, kallaði hann á eptir henni,
en leit ekki við. Síðan tók hann áhöldin úr bátn-
um og körfurnar og gekk upp að kofa sínum.
Enginn var í kotinu, nema hann. Hann gckk um
gólf fram og aptur. Loptið streymdi inn um glugg-
ana og svalaði honum; það var ekki aunað í
þeim en hlerar á nóttinni. Honum fannst fara vel
um sig þar í einverunni. Hann stóð lengi frammi
íyrir myndinni af Maríu mey og horfði bljúgur á
geislaljómann kringum andlitið, sem var tilbúinn úr
silfurpappír. En ekki datt honum í hug að biðjast
íyrir. Og til hvers átti hann að vera að biðjast
fyrir, nú þegar honum var þrotin öll von ? Honum
fannst dagurinn ætla aldrei að liða. Ilonum leidd-
ist eptir myrkrinu. Hann var eptir sig, og blóð-
missirinn hafði dregið mátt úr honum meira en
hann vildi kannast við með sjálfum sjer. Hann
kenndi býsna mikið til í hendinni, settist á skemil