Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 156
218
George R. Sims :
hann ; ]?ví að e r ekki þetta Eiríkr ? Er þetta ekki
sama bláeyga barnið með gullnu lokkunum, sem
faðir bans var ?«
Gamli prestrinn var orðinn rjóðr í framan af geðs-
hræringunni; augnaráðið lifnaði við, og það var eins
og honum geislaði af hvarmi. þessi snögga gleði,
þessir óvæntu samfundir liöfðu vakið sálaröfl prests-
ins af geðveikis-dvalanum ; hann tók nú smátt og
smátt að skilja rétta samanhengið í öllu. »Nú skil
ég þetta,« sagði hann viðkvæmt; »Eiríkr minn er
dáinn; þetta er sonr hans.«
Jóhanna iæddist nú fram úr stofunni og skildi
þá eina eftir séra Hrein gamla og Eirík litla.------
Um kvöldið var öll sagan sögð.
Um kvöldið hlýddi séra Hreinn, sem nú var með
öllu ráði, á tengdadóttr sína, er hún sagði honum
ina undarlegu sögu um fiótta Eiríks og síðari æfi
hans. Hún sagðist hafa hitt Eirík í Ameríku, og
þar höfðu tekizt ástir með þeim. Hún vissi, að hann
var Englendingr, en meira vissi hún ekki um ætt
hans né átthaga. Skömmu eftir brúðkaupið fluttu
þau til Kaliforníu; græddi maðr hennar þar fó við
námafyrirtæki, sem síðar varð heimfrægt. þar
fæddist Eiríkr litli og þar lagðist maðr honnar í
sjókdómi þoim, er dróg hann til dauða. »Á bana-
sænginni,« mælti hún, »sagði Eiríkr mér frá öllu.
Hann sagði rnér þá frá ágreiningi sínum við yðr, og
kvaðst hann hafa verið svo stoltr til þessa, að sig
hefði aldrei iðrað heits þess, er hann sór að láta
yðr aldrei framar til sín frétta. En þegar hann
lá banaleguna og sá dauðann nálgast, þá mýktist
hjarta hans og hann þráði mjög að sjá yðr og geta
beðið yðr fyrirgefningar. .(Taktu Eirík litla,’ sagði