Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 51
Sigrún á Sunnuhvoli. 113
“Ósköp var að sjá útlitið á honum !«— »f>að var ekki
á betra von; ég var jafnvel klessa, að það var þó
ekki lakara.« — »Já, hann hefir orðið að líða fyrir
glópsku sína.« Guttormr leit niðr : »þetta er ung-
lingr enn.« — »f>að er engin staðfesta í honum ; maðr
getr aldrei verið óhultr um hann.«
Guttormr sat og studdi ölnboganum á borðið og
var að handleika bók; hann lauk henni nú upp og
var sem hann færi að líta í liana, og sagði um leið:
»f>að er sagt áreiðanlega víst, að hann fái fulla heilsu
aftr.« Karen tók sér nú bók í hönd líka; »það er
vænt að heyra, það er víst og satt, um svo riiskan
pilt,« sagði hún ; »drottinn kenni honum nú að neyta
hennar betr.« |>au lásu nú bæði um hríð ; svo segir
Guttormr um leið og hann ílettir blaði: »Hann
leit ekki yfir til hennar í allan dag.« — »Nei, ég tók
líka eftir því, að hann sat kyr í sæti sínu, þangað
til hún var farin.« Nokkru síðar segir Guttormr:
“Heldrðu að hann gléymi henni ?« — »f>að væri að
minsta kosti bezt, ef svo gæti orðið.«
Guttormr las nú áfram, en kona lians blaðaði í
sinni bók. »Mér er ekkert um það gefið, að Ingiríðr
Gvelji hér svona lengi.a — »Sigrún hefir nú naumast
aðra að tala við.«—»Híin hefir oklu\«—Nú loit Gutt-
ormr upp og til hennar : »Við megum ekki vera
of ströng.« Karen þagði; nokkru síðar segir hún:
”Eg hefi heldr aldrei bannað henni það.« Guttormr
stóð nú upp, lagði frá sér bókina og leit út. »f>arna
fer nú Ingiríðr,« sagði hann þá. Ivaren hafði naum-
ast heyrt þetta, fyr eu hún spratt upp og gékk fram.
Guttormr stóð enn stundarkorn við gluggann, snéri
svo við og gékk um gólf; Ivaren kom inn aftr og
Iðunn. I. 8