Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 86
148 Prosper Mérimée:
að þeim megin sem hliðið var; hinir tveir skildu
gera árás. Ég var í þriðja fiokki.
þá er vér komum upp á barð það, er áðr hafði
hlíft oss, dundu á oss nokkrar byssuskota hríðir, enn
lítt fcllu menn af oss fyrir þeim. Mér varð hverft
við kúluþytinn ; ég leit í ýmsar áttir hvað eftir ann-
að, og bakaði mér með því háðglósur hjá lagsmönn-
um mfnum, sem vóru vanari þessum þyt enn ég.
»þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það eigi svo
óttalegt að vera í orustu«, hugsaði ég með sjálfum
mér.
Vór héldurn nú fram á hlaupi, og fóru dreifskytt-
urnar á undan. Alt í einu œptu Eússar þrisvar
sinnum húrra, greinilega þrisvar sinnum, enn þögn-
uðu síðan og skutu eigi. »Mór er eigi um þessa
þögn«, mælti sveitarforinginn, »hún er einskis góðs
viti«. — Mér þótti menn vorir hafa full-hátt, og gat
ekki að mér gert að jafna saman í huganum há-
vaðanum og ólátunum í þeim og hátíðlegri þögn ó-
vinanna.
Vér komumst fljótt að virkinu. Kúlur vorar höfðu
þar brotið varnarstaurana og umturnað moldinni.
Hermennirnir þustu upp á þessar nýju rústir og
œptu : «Liíi keisarinn», svo hátt, að lítil líkindi mætti
þykja af þeim mönnum, er búnir vóru að œpa svo
mikið áðr.
Ég leit upp fyrir mig, og mun óg aldrei gleyma
sjón þoirri, er ég sá þá. Reykrinn var mestallr
kominn upp í loftið, og hékk eins og ársalr svo sem
20 fet fyrir ofan virkið; gegnum bláleita gufu mátti
sjá skotmennina rússnosku, þar som þeir stóðu graf-
kyrrir oins og líknoski fyrir aftan hálfhruninn varn-
arvegginn, og höfðu byssurnar á lofti. Mér er som