Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 57
Sigrún á Sunnuhvoli. 119
þegar kom niðr í Grenihlíðar-urðina, því að þar var
eins og fjallið vildi ekki bera hana lengr, heldr drægi
að sér fætrna. þar tók hún heljartökum á björgun-
um og steyptist niðr í dynjandi fossi, svo að fjallið
skalf og nötraði. það fékk líka ósvikinn þvott fyrir
hrekkina ; þvl að fossinn spýtti storkandi skvettregni
framan í það. Nokkrar forvitnar orra-hríslur, sem
höfðu gægzt fram að gljúfrunum, voru næstum hrap-
aðar niðr í fiauminn, og þarna stóðu þær hixtandi í
regnbaðinu frá fossinum, því að hann var óspar þann
dag.
þorbjörn og foreldrar hans, systkin hans bæði og
hitt heimafólkið alt var á leið sinni fram hjá fossin-
um og var að horfa á hann. þorbjöm var nú orðinn
alheill aftr og var hann þegar farinn að ganga að
vinnu með föður sínum og hafði sýnt þrekleg hand-
tök sem fyrri. |>eir feðgar fylgdust nú hvervetna að,
og eins hér. »Eg held næstum það só Sunnuhvols-
fólkið, sem er hér rótt á eftir okkr,« sagði faðir hans.
þorbjörn leit ekki við; en móðir hans sagði: »Jú, það
er það;-------en ég kem ekki auga á--------jú, þarna
aftast.« Hvort sem það var nú af þvf, að Grenihlíð-
arfólkið greikkaði sporið, éða af því, að Sunnuhvols-
fólkið hægði á sór, þá var það víst, að það dróg æ
meir og meir sundr með þeim, svo að lokum sá
naumast hvort til annars.
það virtist ætla að verða fjölment við kyrkjuna.
Allr þjóðvegrinn var krökr af fólki, svo langt sem
augað eygði; sumt kom gangandi, sumt akandi og
sumt ríðandi. Hestarnir voru fjörmiklir nú undir
haustið og lítt vanir að vera margir saman; var þvl
gnegg og óró í þeim, svo að ferðin var ekki hættu-
laus, en því föjrugri.