Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 26
88 Björnstjerne Björnson :
hann þorbjörn í Grenihlíð?« spurði Knútr; »mér
fanst hann vera hérna áðan á bænum.« — »Já, hér
er hann,« sagði jporbjörn, og i sömu svipan fékk
Knútr þann löðrung á hægra vangann, að hann valt
um í fangið á nokkrun mönnum, sem hjá stóðu. Nú
varð steinhljóð á eftir. Knútr stóð upp aftr og rann
á þorbjörn án þess að segja eitt orð; þorbjörn tók
á móti honum. Nú varð langr bardagi, því að hvor
vildi undir hinn renna; en báðir voru vanir og hvor
um sig varðist vel. þorbjörn reiddi höggin fult svo
títt og sumir sögðu fult svo hörð. »þarna hefir
Knútr hitt sinn líka fyrir,« sagði piltrinn, sem við
hestinum hafði tekið ; »farið þið frá !« Kvennfólkið
flýði; að eins ein kona stóð uppi á háu þrepi, til
að sjá betr til þeirra; það var brúðrin, þorbjörn
varð hennar var og hægði nokkuð á sér; í því sá
hann hníf blika í hendi Knúts, og mintist hann þá
orða hennar, að Knútr væri misendis-maðr, beindi
hann því vel höggi á arm Knúts fyrir ofan úlfliðinn,
svo að hnífrinn hrökk úr hönd honum, en handleggr-
inn dofnaði. »Æ! skárra var það nú höggið !« sagði
Knútr. »Kanst þér það ?« spurði þorbjörn og rann
undir hann í sömu svipan. Knútr átti nú í vök að
verjast, er hann gat að eins haft full not annarar
handarinnar. þorbjörn hóf hann á loft og bar hanu,
en þó stóð það á nokkru áðr en hann gæti lagt hann.
Oftar en einu sinni var hann knúinn svo til jarðar,
að flestir aðrir mundu hafa undan látið; en Knútr
var baksterkr. þorbjörn bar hann nú til, svo að
fólk varð að hörfa undan, og færði hann þannig
leikinn upp að dyraþrepinu; þar hóf hann hann
enn einu sinni á loft og keyrði hann svo hart niðr,
að Knútr kiknaði í knjáliðunum og féll flatr á stein-