Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 68
130 Björnstjerne Björnson :
framan í hana. — sagði hann og ætlaði að
taka í hendina á henni; en hún var þá sem óðast
að þræða berin uþp. »það er svo leitt,« sagði hann,
»að þú dregr einhvern veginn allan kjarkinn úr mér.«
— Hann gat ekki séð, hvort hún brosti eða ekki,
og því vissi hann ekki, hvort hann ætti að halda
áfram. »Jæja, stutt og laggott,# sagði hann nokk-
urn veginn rösklega, og þó eins og hálf-efablandinn ;
»óg ætlaði að spyrja þig, hvað þú hefðir gjört við
séðilinn.« Hún svaraði engu, en snéri sér undan.
Iiann færði sig á eftir henni, lagði aðra höndina á
öxlina á henni og laut ofan að henni. »Svaraðu
mér !« sagði hann lágt.---------»Eg hefi brent hann.«
Hann varð nú uppburðameiri og snéri henni að
sór, en þá sá hann, að henni lá við að vökna um
augu, og þorði hann þá ekki annað, eu sleppa
henni aftr; — það er þó leiðinlegt, hvað henni er
grátgjarnt, hugsaði hann með sér. Meðan þau
stóðu svona, segir hún alt í einu lágt : »því fórstu að
skrifa þann seðil?« — »það hefir Ingiríðr sagt þér.«
— »Jú jú ; en — það var ónærgætið af þér.« — »Fað-
ir minn vildi það endilega —« —»En þó —« — »Hann
hugsaði ég yrði heilsulaus maðr alla mína æfi;
^eftirleiðis verð ég að sjá fyrir þér’, sagði hann.«
Nú sást til Ingiríðar á næsta leiti, og héldu þau
því undir eins á stað. »Mér fanst ég sjá þig livað
glöggvast, þegar ég hugsaði ég fengi þig aldrei,«
sagði hann. — »Maðr prófar sjálfan sig, þegar maðr
er einmana,« sagði hún. — »Já; þá kemr það bezt
fram, hver okkar er hjartfólgnastr,« sagði þorbjörn
skírt og geklc alvarlegr við hlið henni.
Húh tíndi nú okki ber framar. »Viltu þessi?« sagði
liún og rétti honum berin á stráinu. — >þakka þór