Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 92
154 Paul Heyse:
»Góðan daginn, Laurella!« kallar nú prestur.
»Hvað er þjer á höndum? Ætlar þú með út í Gapri
líka ?«
»Já, ef jeg má, æruverði faðir«.
»Spurðu Antoníó um það; hann á bátinn. Hver
er bær að ráða sínu,ogDrottinn ræður yfir oss öllum«.
•Hjerna er eitt mark, fæ jeg far fyrir það?« Hún
rjetti peninginn að Antoníó, en leit ekki á hann.
»þú hefir meira með hann að gera sjálf«, tautaði
Antoníó í hálfum hljóðum og hliðraði til í bátnum.
Hann hafði meðferðis nokkrar körfur með aldinum í,
er hann ætlaði að selja út í Capri, því að þar fer svo
mikið af þeim handa ferðamönnum, meira en eyjan
gefur af sjer sjálf, með því að hún er svo klettótt og
gróðurlítil til þess að gera.
»Jeg vil ekki fara fyrir ekki neitt«.
»Komdu bara, barnið mitt« segir prestur. Antoníó
er vænn piltur. Hann vill ekki græða á þvf sem
þú hefir unnið þjer inn með súrum sveita. Hana
nú, komdu nú út í«—hann rjetti henni hendina —
»og seztu hjerna hjá mjer. Líttu’ á, þarna hefir
hann breitt peysuna sína, til þess þú hafir mjúkan
sessinn. Hann hefir ekki verið svona hugull við
mig. En svona er það ætíð með unga fólkið. það
er hlynnt betur að einni telpu en tíu æruverðum
klerkum. Nú, þú þarft ekkert að vera að afsaka
þig, Antoníó minn; það er Drottinn, sem hefir hagað
svo til, að hvað elskar sjer líkt«.
Laurella var nú komin út í bátinn og sezt niður ;
hafði þó ýtt burtu peysunni áður, en sagði ekki neitt.
Antoníó skipti sjer ekki af því, nema tautaði
eitthvað í hálfum hljóðum. Hann ýtti undan og bar
bátinn brátt út á voginn. þegar komið var góðan