Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 150
212 George R. Sims :
J>að var séra Hreinn, sem var að kalla. Jóhanna
heyrði það, því að hún hafði skilið hurðina eftir í
hálfa gátt, meðan hún var frammi.
Gamli prestrinn sat enn við gluggann. Bn það
var orðið svo dimt úti, að hann gat ekki lengr séð
veginn til Lundúna.
»Jóhanna,« sagði hann þreytulega, »flyttu mig að
arninum ! Ég ætla að reyna að sofna dálítið í
stólnum. Vektu mig þegar Eiríkr kemr. Hann
kemr í kvöld, — hann kemr í kvöld.«
»Já, húsbóndi góðr,« sagði hún blíðlega, »það
getr verið hann komi, — það getr vel verið.«
»Sko, Jóhanna,« sagði séra Hreinn og benti með
titrandi hendi á máluðu myndina af drengnum með
gullnu lokkana, sem hékk yfir arninum. »f>etta er
haun Eirikr minn ; manstu eftir honum, Jóhanna ?
J>að eru hundrað ár síðan liann fór frá mér.«
Jóhanna þagði, en flýtti sér út úr stofunni, því
að hiin gat ekki dulið geðshræring sína, en vildi
ekki angra séra Hrein með því, að láta hann sjá,
hve nærri henni féll þetta.
Séra Hreinn hallaði sér nú aftr í hægindastólnum,
krosslagði hendrnar á brjósti sér og starði á Eirík
litla — Eirík s i n n, drenginn sinn með gullnu lokk-
ana, sem liann þóttist vita að kæmi í kvöld. Svo
smálygndi hann aftr augunum og sofnaði fast.------
Stóri vísirinn á klukkunni færðist í kring hvern
hringinn eftir aunan, og alt af svaf sóra Hreinn.
Hann var að smátala upp úr svefninum og nofna
Eirík sinn. Drengrinn var stiginn fram af inu
dauða lérefti málarans; faðir hans sat með liann í
draumi og hossaði honum á kné sér.
Gainla Jóhanna smágægðist inn ofr-hægt, cn þeg-