Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 9
71
Sigrún á Sunnuhvoli.
bezta skapi. Hann leit yfir að Sunnuhvoli og íanst
hvollinn hafa aldrei fyrr verið svo sólríkr sem nú.
En meðan hann ók og mændi yfir þangað, gleymdi
hann alveg hestinum og lét hann renna sjálfráðan.
Pá hrökk hann upp við það, að hestrinn stökk út
nndan sér þvert úr vegi svo sviplega, að annar
vagnskökullinn brast, en hestrinn fældist og stökk
yfir þvert engið á Norðr-Haugi, því að þar lá vegrinn
nm. Hann stóð upp í vagninum og tók í taumana,
það er hann mátti; varð þar aflraun þreytt milli
hans og klársins; klárinn ætlaði að hlaupa fram af
bakka, en þorbjörn tók sem fastast í taumana, svo
^ast, að hestrinn prjónaði; þá stökk hann af vagn-
ttum, og áðr en hestrinn rynni á stað aftr, hafði
Þorbjörn náð taki um tréstofn,—og hlaut þá klárinn
kyrr að standa. Nokkuð af hlassinu, sem á vagnin-
um hafði verið, var oltið af honum, annar vagn-
skökullinn brotinn og hestrinn stóð skjálfandi á
keinum. Hann gékk nú framan að hestinum, tók í
keizlið og kjassaði hann ; hann snéri honum svo við,
M þess að vera óhultr fyrir brekkunni, ef hann
®kyldi fælast aftr. Bn hestrinn var orðinn svo
styggr, að hann gat ekki fengið hann til að standa
kyrran, og hann varð að hlaupa við fót til að fylgj-
ast með klárnum, og svona barst leikrinn alt yfir að
Veginum aftr. Hann fór þá íram hjáföggum sínum,
sem lágu þar um völlinn eins og þær höfðu oltið af
Vagninum ; ílátin voru brotin og sumt til spillis farið af
Því, sem í þeim var. þorbjörn hafði til þessa mest
kugsað um háskann, en nú fór hann að taka eftir
^jóninu og tók honum nú að sinnast; hann sá fram
'b að það yrði ekkert úr neinni kaupstaðarferð í
Þetta sinn, og því meir sem hann hugleiddi það,