Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 45
.Sigrún á Sunnuhvoli. 107
En Sigrún settist á rúmstokkinn, bað hana að vera
kyrra í rúminu og endrtók spurningu sína.
»Hann er betri nú,« sagði Ingiríðr í hálfum hljóð-
um ; »ég fór nú bráðum að koma upp eftir til þín.«—
“Elsku-Ingiríðr, leyndu mig engu; þú getr ekkert
sagt mér svo ílt, að ég hafi ekki við verru búizt.«
Ingiríðr reyndi enn að sýna alla hlífð; en Sigrún
gékk svo fast á hana í angist sinni, að það varð ekk-
ert tóm til umsvifa. Sigrún og Ingiríðr hvísluðust
á spurningum og svörum ; kyrðin umhverfis gaf þess-
um spurningum og svörum enn alvarlegri blæ, svo að
, þetta varð ein af þessum hátíðlogu stundum, þegar
maðr fær djörfung til að líta inn voðalegasta sann-
leik augliti til auglitis. En báðar virtust þær að
komast að þeirri niðrstöðu, að í þetta sinni hefði
þorbjarnar skuld verið lítil, svo að ekkert misjafnt
frá hans hlið dróg úr hluttelcning þeirra með hon-
um. |>ær grétu nú báðar um hríð, en grátrinn var
rólegr; Sigrún grét enn meir. Hún sat hnípin mjög
á rúmstokknum. Ingigerðr reyndi til að hafa af
henni með því að minna hana á, hvað marga glaða
stund þau þrjú hefðu saman lifað; en þá fór hér sem
oftar, að hver smá endrminuing frá æfinnar sólskins-
dögum þiðnar upp í sorginui og verðr að nýrri tára-
lind.
»Hefir hann spurt eftir mér?« sagði Sigrún lágt.—
»Hann hefir varla talað orð.« Ingiríðr mundi nú eft-
ir seðlinum og fór nú að komast í bobba með hann.
—»Er hann ekki málhress ?«— »Ég veit ekki alminni-
lega, hvað ég á um það að segja ;—hann hugsar víst
því fleira.«f—»Les hann guðs-orð?« — iMamma hefir
lesið fyrir liann; nú vill hann láta hana gjöra það
daglega.« — »Hvað segir hann svo?« — »Nei, það er