Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 32
94 Björnstjerne Björnson:
Lækmrinn kom þar þann dag og inn næsta og
daglega marga daga eftir það ; f>orbjörn fór að verða
viðmælandi, en mátti sig ekki hreifa. Ingiríðr sat
lengstum hjá honurn, og stundum móðir hans eða
yngri bróðirinn ; en hann spurði þau að engu og þau
ekki hann. Faðir hans kom aldrei inn. þessu sáu
þau að sjúklingrinn tók eftir; hann hvesti sjónir
hvert sinn sem hurðinni var upp lokið, og þóttust
þau vita, að það mundi vera af því, að hann byggist
við föður sínum. Loks spurði Ingiríðr hann, hvort
hann vildi ekki sjá íleira af fólkiuu. »0, það vill
líklega ekki sjá mig,« svaraði hann. jietta var sagt
Sæmundi og svaraði hann engu þá í svipinn; en
þann dag var Sæmundr ekki heima, er læknirinn
kom. jpegar læknirinn var kominn á stað þaðan
aftr og ofan á þjóðveginn, hitti hann Sæmund; hanti
sat þar við veginn og beið læknisins. |>egar þeir
höfðu heilsazt, spurði Sæmundr, hvernig syni sínurn
liði. »Hann er illa út leikinn,« var alt, sem lækn-
irinn sagði. — »Ætli’ hann beri það af?« spurði Sæ-
mundr og herti á söðulgjörðinni á hestinum. —-
»þakka yðr fyrir, ég hcld, gjörðin fari vel,« sagði
læknirinn.—»Hún var heldr laus,« svaraði Sæmundr.
|>að varð nú dálítil þögn á; læknirinn virti Sæmund
fyrir sér, en hann var að lagfæra reiðtygin á hest-
inum. »þú varst að spyrja, hvort hann mundi bera
það af; það er ég að vona,« sagði læknirinn seinlega.
Sæmundr leit snögt upp : »Er hann á bata-vegi ?«
spurði hann. — »það hefir hann nú verið í marga
daga,« svaraði læknirinn. þ>á komu tárin fram í
augun á Sæmundi; hann reyndi að þerra þau burt,
en þau kotnu aftr. »þ>að cr næstum skömm frá að
segja, hvað mér þykir vænt um drenginn,« sagði