Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 87
Unnið virkið. 149
ég sjái enn þá hvern hermanninn um sig horfa á oss
nieð vinstra auganu, enn byssan skyggir á hið hœgra.
í skarði einu, fáein fet frá oss, stóð maðr með tundr-
stöng í hendinni rétt hjá fallbyssu.
það fór hrollr um mig, og ég hólt dauðastund mín
væri komin. «Nú hefst leikrinnn, kallaði sveitar-
foringinn ; «góðar nætrn. |>etta vóru síðustu orðin
sem ég heyrði hann segja.
Nú kvað við trumbuglamr í virkinu. J'jg sá að
öllum byssunum var miðað á oss; lét ég þá aftr
augun, og því næst heyrði ég ógurlegar dunur og
fylgdu þeirn óp og andvörp. Ég lauk þá upp aug-
unum og varð hissa, er ég sá að ég var enn í þessum
beimi. Virkið var nii aftr alþakið reykjarmekki, og
alt í kringum mig lágu dauðir menn og sárir. Sveit-
foringinn fá fyrir fótum mér ; hafði kúla molað höf-
uð hans og var ég allr ataðr heila og blóði úr hon-
Uln. Af allri sveit minni stóðu eigi uppi nema 6
111 enn auk mín.
Eftir þessa mannskæðu hríð stóðu allir forviða um
stund. Ofurstinn réð fyrstr upp á varnargarðinn,
8etti hatt sinn á sverðsoddinn og kallaði: lifi keis-
arinn ! Fylgdu honum þegar allir þeir sem eptir
bfðu. það er nú naumast að óg muni glögt það
8em á eftir fór. Við komumst inn í virkið, enn eigi
Veit ég hvernig það varð; var síðan bari/t í högg-
°rustu í svo þykkri reykjarsvælu, að eigi sá handa
skil. Ég held óg haíi höggvið, því að sverð mitt var
^lblóðugt. Loksins heyrði ég œpt sigróp, og þá er
reykrinn mínkaði, sá ég að alt vígið var þakið dauðra
manna búkum og flaut í blóði; einkum mátti svo
að orði kvoða, að fallbyssurnar væri á kafi í valköst-
nnum. Hér um bil 200 manna, franskir allir, stóðu