Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 18
80 Björnstjerne Björnson:
hann að heiman um nóttina.-------------En hún lenti
í hegningarhúsinu æfilangt, því að hím sagði sjálf
við dómarann, aðhún hefði kveikt þennan fallega eld
þarna heima á bænum. Drengrinn fór á vonarvöl
um hreppinn, og allir hjálpuðu honum, af því að
hann átti svo slæma móðr. Svo fór hann úr þeim
hrepp og í annan langt í burt, og þar var lítið um
hjálpsemi manna við hann, því að þ a r var víst eng-
inn, sem vissi, hvað vonda móðr hann átti. Ég helú
hann liafi ekki borið það út sjálfr. — Síðast er óg
heyrði um hann getið, þá var hann fullr, og þeir
segja hann sé orðinn æði-drykkfeldr í seinni tíð;
hvort það er satt, skal ég láta ósagt; en þ a ð er
satt, að ég veit ekki, hvað hann ætti betra að gjöra.
Hann er vondr maðr og illr í sér, það segi óg ykkr
satt; honum er illa við fólk, og einkum er honum
illa við, að menn séu hver öðrum góðir, og verst er
honum við, að menn sóu honum góðir sjálfum. Og
hann vildi helzt, að allir væru eins og hann sjálfr,—■
en þó segir hann það nú samt ekki, nemaþegar hanir
er fullr. Og þá grætr hann líka, grætr svo, að tárin
fióa af honum, — yfir als engu ; því að yfir hverju
ætti hann annars að gráta? jpví að hann héfir ekki
stolið eyris-virði frá nokkrum mauni eða gjört neitt
það ílt, sem svo margir aðrir gjöra, svo hann liefir
víst ekkert að gráta yfir, Og samt grætr hann, og
grætr svo, að tárin fióa af lionum. Og ef þið skylduð
sjá hann gráta, þá fostið þið aldrei neitt mark á því.
því að það er ekki nema þegar hann er fullr, og þú
er ekkert mark á honurn að taka«. — þegar hér var
komið sögunni, hneig Aslákr aftr á bak af stólnum
og setti að honum grát rnikinn; en hann sefaðist
brátt, því að hann sofnaði út af. — »Nú er haun út