Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 74
136 Björnstjerne Björnson :
— »Ég held stúlkan megi tala við fólk,« sagði nú
Guttormr. — »Já, víst má hún það,« sagði móðir
hennar nokkuð hlýjara; »en hún ætti þó lielat að
verða samferða foreldrunum sínum.« — þessu var
engu svarað.
»þ>að var blessaðr kyrkjudagr, þetta,« sagði hús-
freyja; »það er ánægjulegt að sjá fermingarbörnin á
kyrkjugólfinu.# —- »J?að minnir hvern á sjálfs síns
börn,« sagði Guttormr. — »Já, þú segir það satt,«
sagði Karen og stundi við; »það veit enginn, hvernig
þeirn muni vegna.« Guttormr þagði lengi. — »Við
eigum drottni mikið að þakka,« sagði hann loksins ;
»hann lót okkr þó halda einu.« Karen sat og dróg
fingrinn eftir borðröndinni og leit ekki upp; »hún
er þó okkar stærsta gleði,« sagði hún lágt; »hún er
líka þekt og gott barn,« sagði hún svo enn lægra.
Nú varð stundar-þögn. »Já, hún hefir verið okkr til
mikillar gleði,« sagði Guttormr, — og svo bætti hann
seinna við með viðkvæmri rödd: »Guð gjöri hana
lukkulega.« — Karen dróg fingrinn eftir borðrönd-
inni; hraut tár á borðið og þurkaði hún það af. —
»5því borðarðu ekki ?« sagði Guttormr við Sigrúnu
nokkru síðar, er hann leit upp. — »þakka þér fyrir,
óg er södd,« sagði Sigrún. — »En þú hefir ekki
borðað hót,« sagði móðir hennar nú líka; »þú hefir
þó haft langa leið að ganga. — »Eg hefi enga mat-
arlyst,« sagði Sigrún og tók fram vasaklúts-bleðil úr
barmi sór. »Keyndu að borða, barnið mitt,« sagði
faðir hennar. — »ílg get ekkert borðað,« sagði Sigrún
og beygði út af. — »En, góða mín, því ferðu að
gráta?« — »Ég veit ekki,« sagði hún kjökrandi.—
»Hún er nú alt af svo Istöðulítil, voslingr,# sagði móð-
ir hennar ; Guttormr stóð upp og gókk út að glugga.