Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 138
200 Eyjarskeggjar á Pitcairn.
langaði til að búa í ró og næði það sem éftir væri
æfinnar. A férðum sínum hafði hann fengið fregnir
af eynni Pitcairn, og geðjaðist honum svo vel að
háttum eyjarbúa, að hann einsetti sór að komast
þangað. Enn það var enginn hœgðarleikr, því að
sjaldan sem aldrei gengu skip til eyjarinnar. Iíann
gerði margar tilraunir til að fá sér far til eyjarinnar,
enn alt til ónýtis. Vildi hann eigi hætta við svo bú-
ið, og héldr leggja líf sitt í hættu enn hverfa frá ráði
sínu. Hann fékk sér bát í Peru og bjóst að fara á
honum til Pitcairn. Hann lagði af stað frá Callao í
Peru og átti fyrir höndum að fara yfir reginhaf, 3000
vikur sjávar. Enn ferðin gekk að óskum, og kom
hann heilu og höldnu til Pitcairn eftir 42 daga.
þaö var 15. nóvember 1828. Adams tók honum feg-
ins hendi, og á deyjanda degi fól hann Nobbs á hendr
að verða prédikari og kennari á eynni.
Nobbs gegndi trúlega starfa þeim, er honum hafði
verið á hendr falinn, og undi nú mjög vel hag sín-
um. þá bar svo við einn góðan veðrdag, að skip
kom að landi við Pitcairn. Hét sá Hill, er fyrir
fyrir því réð, og kvaðst hann vera náskyldr her-
toganum af Bedford. Sagði hann, að Victoría drotn-
ing hefði sent sig til Pitcairn til að hafa þar land-
stjórn á hendi og ráða öllum lögum og lofum á eynni.
Nobbs sá þegar, að maðr þessi mundi vera fals-
ari, enn eyjarbúar, sem aldrei höfðu lygi þekt, trúðu
öllu, sem Hill sagði þeim. Adams hafði kent þeim,
að valdstjórninni ætti allir að hlýða, og létu þeir
því Hill einn öllu ráða. Gerðist hann þá svo ráð-
ríkr, að Nobbs sá þann kost vænstan, að fara brott
úr eynni. Skömmu síðan kom skip til Pitcairn, og
vildi svo til, að á því var sonr hertogans af Bedford.