Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 133
Eyjarskeggjar á Pitcairn. 195
pálmum og brauðaldintrjám. Villidýr vóru þar engin,
utan völskur, enn morgð af fuglum. Hafið var fult af
fiski. Enn eitt var það, er fókk þeim nokkurrar á-
hyggju: þeir sáu merki þess, að ey þessi hafði ein-
hvern tíma verið bygð, og ugðu, að farmenn kynni
að leita þangað. Enn þeir vildu vera í næði þar sem
eigi vseri von aðkomumanna. þeir fundu þar og
leifar af vopnum og mergð af hauskúpum; svo og
tvær goðamyndir úr steini. Enn er þeir höfðu kann-
að eyna, urðu þeir þcss vísari, að þar var ongin bygð,
og skipaði Kristján þá að brenna skyldu .Bounty',
er þeir voru búnir að flytja í land alt það, er fémætt
var í skipinu.
Nú liðu nokkur ár og undu eyjarskeggjar vol hag
sínum; enn eigi þótti þeim vistin góð, er fylgzt höfðu
með þeim frá Tahiti, því að inir hvltu menn höfðu
gert þá að þrælum sínum. Eiun af Evrópu-mönn-
um misti konu sína og ásældist konu frá einum Ta-
hiti-búa. þetta varð að ágreinings-efni, og af því
spruttu óeirðir milli beggja flokkanna. Drápu Ta-
hiti-menn Kristján og fjóra af félögum hans, enn
ijórir, er eftir lifðu, er hétu Young, Koy, Adams
og Quintal urðu að flýja. Enn allar konurnar fylgdu
einhuga inum hvítu mönnum og drápu menn sína
sofandi. Vóru þá óftir á lífi að eins fjórir hvítir
menn, tíu konur frá Tahiti og nokkur börn. Koy
hafði áðr fengizt við brennivínsgerð; kom honum
öú til hugar, að reyna það; hafði hann til þess
eirkotil, er verið hafði á skipinu, enn gerði brenni-
vínið af rótum, er óxu á eyuni. Leiddi það til þess,
að eyjarskeggjar lögðust í drykkjuskap, og dró marg-
an illan dilk eftir sér, ogsjálfr beið Koy bana af of-