Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 59
Sigrún á Sunnuhvoli. 121
uðu að ganga í kyrkju, urðu þeir að ganga aftr til
baka til að sækja kvennfólkið; en rétt í því bili
komu þrír vagnar í röð, og var þeim ekið harðara
og hvatvíslegar en nokkrum af þeim, sem áðr vóru
komnir, og hægðu þeir ekki einu sinni ferðina þegar
þeir komu inn á meðal fólksins. Lá við sjálft að
keyrt væri ofan á þorbjörn. Sæmundr og þorbjörn
litu upp samtíða; í fremsta vagninum sat Knútr á
Norðr-Haugi og gamall maðr, í öðrum vagninum
sat systir Knúts og maðr hennar, í þriðja vagninum
foreldrar þeirra Norðr-Haugs systkina. þeir Gréni-
hlíðar-feðgar litu svo hvor framan f annan ; Sæ-
mundi sást hvergi bregða, |>orbjörn náfölnaði; svo
litu þeir hvor af öðrum og beint fram undan sér;
varð þeim þá litið framan í Sunnuhvols-fólkið, sem
hafði staðnæmzt rétt gagnvart þeim til að heilsa
þeim Grenihlíðar-mæðgum. Vaguarnir liöfðu 1 því
ekið fram hjá, þær höfðu felt niðr talið og mændu
á eftir vögnunum, og leið uokkur stund áðr þær gæti
haft augun af þeim. þegar fólkið þeim megin fór
svo að átta sig aftr og varð litið nær sér, varð þeim
litið framan í Sæmund og þorbjörn, sem stóðu og
horfðu yfir um til þeirra. Guttormr á Sunnuhvoli
leit undan, en kona hans leit þegar til |>orbjarnar,
að gæta að, hvert hann horfði. Sigrún, sem sá að
þorbjörn horði á sig, snéri sór nú að Ingiríði í Greni-
hlíð og tók í hönd henni eins og til að heilsa henni,
og hafði hún þó þegar heilsað lienni einu sinni áðr.
Bn það fundu þau öll í einu, að vinnufólk þeirra og
kunningjar, hver og einn, allir horfðu á þau, og nú
gókk Sæmundr yfir um og tók í hönd Guttormi,
en leit þó ekki framan í hann, og sagði: »þakka