Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 14
76 Björnstjerne Björnson :
fólk sitt, og várð hann að sógja þeim sínar farir
ekki sléttar; hann fékk ekki að fara sjálfr ofan eftir
aftr eftir hesti síúum og farangri, heldr voru aðrir
sendir eftir því. Bráðguminn var ungr maðr, og
höfðu þeir þorbjörn gengið saman í barnaskóla ; bauð
hann því þorbirni inn til að bergja á brúðkaups-
iilinu, og géngu þeir til stofu. Sumir vildu nú halda
áfram að dansa, einkum kvennþjóðin. Aðrir vildu
nú sinna miði og munngáti um hríð, og fá Áslák til
að segja sögur, úr því hann væri kominn til hófsins
aftr. »En vertu nú ofr-lítið gætnari en síðast,« bætti
einn við. þorbjörn spyr nú, hvar alt boðsfólkið væri.
»0,« sagði þá einhver; »það varð dálftið róstusamt
hér áðan fyrir skemstu; nú eru sumir lagztir fyrir,
aðrir sitja úti í hlöðu og spila ; en nokkrir sitja líka
þar, sem Knútr á Norðr-Haugi er.« þorbjörn spurði
ekki, hvar Knútr væri.
Faðir brúðgumans var gamall maðr; hann sat og
reykti úr leirpípu og drakköl; hann sagði nú við Ás-
lák: »Komdu þá með eina sögu; það getr verið
nógu gamau að heyra til þín svona einu sinni.«
»Eru fleiri, sem biðja mig þess?« spurði Áslákr;
hann hafði nú sezt á baklausan stól álengdar frá
borðinu, sem hinir sátu við. »Víst er svo,« sagði
brúðguminn og gaf honum staup af brennivíni; »nú
bið ég þig þess.«—»Eruþað margir, sein svona biðja?«
sagði Áslákr.—»Til er það,« sagði ung kona á hlið-
bekknum og bauð honum staup af víni. það var
brúðrin, kona um tvítugs-aldr, björt yfirlitum, en
holdskörp, augnstór, með fremr strengdan drátt um
munninn. — »Ég hefi alt af gaman af því, sem þú
segir frá,« bætti hún við. Brúðguminn leit á haua
og faðir hans á hann. »Já, Norðr-IIaugsfólkið liefir