Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 141
Eyjarskeggjar á Pitcairn. 203
lýst, og samt eru þeir vel að sér í ritningunni. Ég
var 4 daga á eynni, sem er smádepill í inum mikla
útsœ og mænir upp úr hafinu sem nokkurs konar
jarðnesk Paradís. Enginn gat tára bundizt er vér
fórum þaðan.d— Allir þyrptust utan um inn hálf-
áttræða sjóliðsforingja þegar hann var að kveðja, og
grétu fögrum tárum og báðu hann í óinu hljóði að
vitja þeirra aftr næsta ár. Skipið kvaddi eyna með
21 fallbyssuskoti; flotamerkið blakti tigulega á siglu-
toppnum og skipið lagði af stað með Nobbs. 1 stað
hans varð skipsdjákninn eftir, svo að veslings-fólkið
skyldi eigi vöra föðurlaust í fjarveru hans. Eftir 26
ára burtveru kom Nobbs í október 1852 til Lundúna,
enn margbreytnin og hávaðiun í borginni, þar sem
alt var svo ólíkt því, er hann hafði lengi átt að venj-
ast, hreif eigi á huga hans. Hann var hógvær og al-
varlegr, þýðr í framgöngu og lítillátr; var hann orð-
inn svo rórískapi eftir ina löngu dvöl sína á Pitcairn,
að ekkert af því sem fyrir augun bar fékk framar á
skapsmuni hans. Hann langaði til eyjar sinnar aftr.
Lundúnabyskup veitti honum vinsamlegar við-
tökur og vígði hann hátíðlega til prests á oynni. Vic-
toría drotning talaði jafnvel sjálf við hann, og öll
Lundúnaborg sýndi honum og inum ástúðlegu föru-
nauturn hans öll virðingarmerki, svo sem þeir áttu
skilið. Sendu Englcndingar með honum til eyjar-
innar dálítið lyfjasafn (apótek), aktygi, húsgögn,
eldhúsgögn, söngfugla, kyrkjuklukku og organ. Nobbs-
kom aftr til Pitcairn með heilu og höldnu, og hafði
þá verið í burtu hálft annað ár. Urðu eyjarmenn
honum fegnari enn frá megi segja, og glöddust mjög
er þeir sáu gjafir Englendinga. Hér á ofan bœttist
Það, að sjóliðsstjórnin hét söfnuðinum vernd sinni,