Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 113
L’Arrabfata. 175
upp fyrir mjer, hvað þú átt að mjer. Og nú, góðar
nætur; það er bezt að þetta sje það síðasta, sem
við tölum saman«. Hann lagði klútinn og krossinn
í körfuna hennar, og lokið ofan yfir. En þegar hann
svo leit við og sá framan í hana, varð honum hverft.
Tárin flóðu niður eptir kinnunum á henni.
»Heilaga guðsmóðiir!« kallaði haun upp ; ngeugur
nokkuð að þjer? þú skelfur og titrar öll samam.—
ojpað er ekki neitt«, sagði hún; »jeg verð að fara heim«.
Og hún gekk fram að hurðinni. En gráturinn bar
hana ofurliði. Hún studdi enninu upp við dyra-
stafinn og grjet hástöfum. Og áður en Antoníó var
kominn þangað sem hún stóð til að aptra henni frá
að fara, snjeri hún sjer við allt 1 einu og fleygði sjer
um hálsinn á honum.
»Jeg get ekki staðizt þetta!« hrópaði hún upp og
þrýsti sjer upp við hann eins og í dauðans ofboði;
»jeg g e t ekki risið undir því, að þú hefir ekki nema
góð orð við mig og lætur mig fara frá þjer með alla
þessa sekt á samvizku minni. f>ú mátt berja mig,
sparka mjer, formæla mjer—eða þá, sje það satt, að
þjer sje völ við mig enn, eptir alt það sem jeg hefi
gert þjer illt, þá taktu mig og hafðu mig hjá þjer og
gerðu við mig hvað sem þú vilt. En sendu mig
Ökki burtu svona!« — f>á setti aptur að henni því
rneiri grát en áður.
Hann hjelt henni stundarkorn í fangi sjer og mælti
eigi orð frá vörum. »Hvort mjer þykir vænt um þig
enn !« segir hann svo. »Heilaga guðsmóðir ! Held-
urðu þá að allt blóð sjc farið úr hjartanu á mjer,
þó jeg fengi skeinuna þá arna? Finnurðu ekki
hvernig það berst í brjóstinu á mjer, eins og það vildi
komast út og til þín ? En sjo svo, að þú segir þetta,