Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 24
86 Björnstjerne Björnson:
»Hann er ekki falr,« sagði £>orbjörn.—»|>ú hugsar,
ef til vill, að ég geti ekki borgað hann ?« sagði Knútr.
»|>að crmór ókunnugt um.«—»Svo? þú efastum það?
þú ættir annars að vara þig á því,« sagði Knútr.
Sveinninn, sá er áðr hafði staðið upp við vegg í
stofunni og strokið hár meyjanna, sagði nú við þann,
er næstr honum stóð : »Knútr hefir ékki í fullu tré í
þetta sinn.«
þetta heyrði Knútr. »þori ég ékki ? Hver segir
það ? þori ég ekki ?« æpti hann. Fleiri og fleiri
þyrptust nú að. »Úr vegi, sko, klárinn !« sagði þor-
björn og sló í hest sinn, því að nú ætlaði hann að
halda af stað. »Skipar þú mér að víkja úr vegi?«
spurði Knútr. — »Ég var að tala við hestinn; ég verð
að komast á stað,« sagði þorbjörn, en vék þó ekki
liestinum úr vegi heldr.—»Hvað? ætlarðu að keyra
ofan á mig?« spurði Knútr. — »Farðu þá úr vegi!«
og nú varð hestrinn að lyfta hausnum, því að annars
hefði hann sett hann á brjóst Knúti. þá tók Knútr
í taumana, og klárinn, sem mundi eftir tökunum frá
því fyrri urn daginn, tók að skjálfa. þorbjörn kendi
í brjósti um skepnuna, og iðraði hann nú meðferðar
sinnar á henni; þess varð nú Knútr að gjalda; því
nú reis þorbjörn upp í vagninum og lét svipuna ríða
um höfuð Knúti. »Slærðu mig?« æpti Knútr og
hljóp að vagninum; þorbjörn stökk ofan. »þú ert
illmenni,« sagði hann náfölr og rétti taumana svein-
inum áðr nefnda, sem bauðst til að taka við þeim-
En gamli maðrinn, sem við dyrnar hafði setið og
staðiö upp þegar Aslákr hafði lokið sögu sinni, gékk
nú að þorbirni, tók í handlegg honum og mælti:
»Sæmundr í Gronihlíð er of góðr maðr til þess, að
sonr hans sé að berjast við slíkan áflogahund.« þor-