Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 52
114 Björnstjerne Björnson:
hann staðnæmdist. »Já, það var eins og ég bjóst
við,« sagði hún, »Sigrún sitr uppi og ér að gráta,
en fer að dunsna eitthvað niðri í kistu sinni, þegar
ég kem að,« og svo hélt liún áfram og hristi höfuðið:
»Nei, það leiðir ekki gott af þessum komum Ingi-
ríðar hingað;« fór hún svo að búa til kvöldverðar
og gékk oft um. Eitt skiftið er hún var út geng-
in, kom Sigrún inn dálítið grátþrútin og hæglát; |
hún gékk rétt fram hjá föður sínum, og leit upp á
hann, að borðinu, settist þar og tók sér bók í hönd.
Skamri stund síðar lagði hún bókina aftr, gékk til
móður sinnar og spurði hana, hvort hún ætti okki
að hjálpa henni. »Já, gjörðu það!« sagði hún!
»iðjusemi er allra meina bót.«
það varð hennar verk að leggja á borðið ; það
stóð undir glugganum. Paðir hennar hafði gengið .
um gólf til þess'a, en gékk nú að borðinu og leit út
um gluggann. »Ég held hann ætli að ná sér aftr,
byggakrinn, sem regnið bældi,« sagði hann; Sigrún
gékk að hliðinni á honum og leit út líka. Hann
leit við, kona hans var inni; svo strauk hann að
eins annari hendi niðr hnakka Sigrúnar og fór svo
aftr að ganga um gólf.
þau mötuðust svo, og var alt mjög liljótt; í þetta
sinn las Iíaren borðbænina bæði fyrir og eftir mál-
tíð; og þá er upp var staðið frá borðum, vildi hún
að þau læsu og syngju, og gjörðu þau svo. »Guðs- :
-orð veitir frið; það er þó stærsta blessunin á heim-
ilinu.« Um leið og Karon sagði þetta, leit hún til
Sigrúnar, en Sigrún horfði niðr. »Nú slcal ég sogja
sögu,« sagði Karen; »það er hvert orð satt í henni,
og hún er ekki fráleit fyrir hvern, sem vill liugsa
út í hana.«------