Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 103
L’Arrabíata. 166
litast um, því áður en hún gæti varazt það, var An-
toníó búinn að þrífa hana í fang sjer og hljóp með
hana út í bátinn eins og barn. Síðan stökk hann
sjálfur upp í, og eptir fáein árartog voru þau komin
út á rúmsjó. Hún hafði sezt fram í og sneri að
honum bakinu hálfvegis, svo að hann sá að eins ut-
an á vangann á henni, þegar hann leit um öxl sér.
Hún var alvarlegri á svip heldur en húu átti að sjer. Hitn
ljet hárið lafa niður yfir ennið, var með einþykknis-
drætti fram með nefinu og kreisti fastsaman varirnar,
þykkar og rjóðar. þegar þau voru komin nokkuð á
leið, og hvorugt þeirra hafði mælt orð frá vörum,
fór henni að þykja heldur heitt af sólunni. Hún
vafði klútnum utan af brauðinu, nestinu sfnu, og
fleygði honum ofan yfir fljetturnar. Svo fór hún að
borða nestið ; það var miðdagsverður hennar ; hún
hafði ekki bragðað vott nje þurrt úti 1 eynni. An-
toníó brá sjer til og tók tvö aldini úr einni körf-
unni, sem hann hafði liaft þau í um morguninn út í
eyna, og mælti: »Hjerna er nokkuð handa þjer með
með brauðinu, Laurella. þú skalt ékki halda að
jeg hafi haldið þeim eptir handa þjer. |>au höfðu
oltið niður í bátinn ; jeg fann þau þegar jeg kom
aptur með körfurnar tómar«. — »Borðaðu þau bara
sjálfur«; jeg fæ nóg af brauðinu mínu«. — »þau eru
bvo svalandi 1 hitanum, og þú hefir gengið langt«.
— »Jeg fjekk vatnssopa að drekka þar sem jeg kom,
°g það hresti mig«. — »Káð þú þá«, mælti Antoníó
og sleppti aldinunum niður í körfuna aptur. — Apt-
ur þögn góða stund. Sjórinn var spegilgljár og
bærðist lítið eitt með fram kilinum. Sjófuglarnir,
sem áttu sjer hreiður uppi á ströndinni, flugu hljóðir
eptir bráð. »þ>ú gætir fært henni móður þinni