Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 151
Sagan af séra Hreini. 213
ar hún síí húsbónda sinn sofa, þá vildi hún ekki
raska ró lians.
Iílukkan var nú sjö.
jpá var barið hægt að dyrum. Jóhanna lauk upp
sem hljóðlegast, til að vekja ekki prestinn. Úti
stóðu þrjár manneskjur : karlmaðr fullorðinn, kona
og drengr. Karlmaðrinn var aðstoðarprestrinn.
«Má óg tala orð við yðr í einrúmi, jómfrú Jó-
hanna?» sagði aðstoðarprestrinn. «Hvar er prestr-
inn ?»
«Hann sefr inni í stofunni,» sagði Jóhanna og
furðaði sig á, hvaða gestir það væru, sem aðstoðar-
prestrinn kæmi með svo síðla kvölds.
Aðstoðarprcstrinn benti konunni, sem úti var með
drenginn, að koma inn. Jóhanna var alveg hissa
og bauð þeim inn í eldhúsið. En hún hrökk saman,
þegar þau komu inn, svo að birtan féll á andlitið á
litla drengnum, sem var auðsjáanlega hálf-feiminn
og hólt í kjól mömmu sinnar. Jóhanna strauk
hendinni um augun, féll svo á kné og fölnaði upp
og starði á barnið. »Er það svipr eða vofa, sem
þór komið hingað með í kvöld?« sagði hún við að-
stoðarprestinn. Eða hafa mín gömlu augu svo lengi
starað á þetta eina andlit í endrminningunni, að
inór sýnist nú öll barna-andlit líkjast því ?«
»Earið þér nú hægt, Jóhanna mín !« sagði aðstoð-
arprestrinn; »það er merkileg saga, sem þessi kona
hefir yðr að segja. Ég hitti hana áðan í þorpinu ;
hún spurði mig til vegar hingað. Litli drengrinn
er sonr Eiríks ykkar, sem hvarf, og þessi kona er
konan hans.»
»Og h a n n—blessað barnið mitt—hvar er h a n n ?«
fflælti Jóhanna nú ákaft og tók í hönd konunuar.