Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 30
92 Björnstjerne Björnson:
nær til læknisins á klukkustund, þá skaltu fá árs-
kaupið þitt tviifalt; — það er sama, þó að þú
sprengir hestinn.#
Hann gckk að rúminu aftr, þorbjörn mændi á
hann sfnum stóru hládjúpu augum; faðir hans gat
ekki látið vera að stara á þau, og tók honum þá
sjálfum að vökna um augu. #Ég vissi, það hlyti að
enda svona,« sagði hann lágt, snéri sór undan og
gékk út. Móðir jporbjarnar sat á stóli við fótagaflinn
og grót, en talaði ekkert. þorbjörn ætlaði að segja
eitthvað, en honum fanst sór veita svo örðugt að
tala, svo að hann þagði. En hann hafði ekki aug-
un af móður sinni, og fanst henni hún aldrei hafa
séð slíkan ljóma úr augum hans eða nokkru sinni
séð þau svo fögr, og var hún hrædd um, að það væri
enginn góðs viti. »Drottinn almáttugr varðveiti þig!«
varð henni loksins ósjálfrátt að orði; #ég veit, að
þann dag, söm Sæmundr verðr þér á bak að sjá, þá
er úti um hann.« jporbjörn horfði á hana og
brá hvorki útliti nó augnaráði. jpetta augnaráð smó
eins sverð í gegn urn hana, og hún fór að lesa faðir-
vor yfir honum; því hún ugði að hann ætti ekki
langt eftir. Meðan hún sat nú þarna, fór hún að
hugsa um það, hversu hann um fram aðra hefði
verið þeim öllum ástfólginn, og að nú væri ekkert
systkina hans heima. Sendi hún þá boð upp í selið
eftir Ingiríði og yngra bróður hans, kom svo aftr og
settist á sama stað sem fyrri. Hann horfði enn á
hana, og var auguaráð lians henni sem sálmasöngr,
som blíðlega leiddi huga hennar að inu háleita, og
Ingibjörg gainla fyltist fjálgleika, hún tók ofan bibl-
íuna og sagði: »Nú ætla ég að lesa upp hátt fyrir
þér, svo þér vegni betr.« Hún hafði engin gleraugu