Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 91
L’Arrabíata.
153
«Ætli’hann birti ekki upp, sonur?» mæltiprestur
og leit yfir að Neapel eins og honum líkaði ekki
útlitið.
«Sólin er ekki komin upp enn þá,» svaraði Antoníó;
«en henni verður varla mikið fyrir að eyða þokunni
þeirri arna.»
«þá er bezt að við hröðum okkur yfir um, áður en
hitinn verður of mikill.»
Antoníó þroif til árinnar og fór að stjaka undan
landi, en hætti allt í einu og leit upp á brekkuna
fyrir ofan voginn þar sem vegurinn liggur niður
að sjónum frá Sorrentó. Hann hafði komið
þar auga á kvennmann, sem var að flýta sjér niður
eptir og veifaði með klút. Hún hafði böggul undir
hendinni og var heldur fátæklega búin, en laglega
vaxin, há og grönn, og kvik á fæti, og nokkuð snörp
í bragði og hnakkakert og þó fyrirmannleg á svip.
Hún hafði mikið hár hrafnsvart, bundið upp í kerfi
yfir ennið eins og hún bæri djásn á höfði.
«Eptir hverju erum við að bíða?» mælti prestur.
»J>að kemur þarna oinhver#, svaraði Antoníó, »sem
vill líklega fá að vera með út í Capri, ef þjer leyfið
það, æruverði faðir. jpað munar ekki mikið um
hana í bátnum; það er unglingur á átjánda árinu«.
Prestur leit upp og sá hvar stúlkan kom. »Laur-
ella!« mælti hann. »Hvaða erindi á hiin út í Capri?«
Antoníó ypti öxlum. Stúlkan flýtti sjer ofan að bátn-
um. »Góðan daginn, L’Arrabíata!« kölluðu einhverj-
ir til hennar úr hóp hinna ungu fiskimanna. J>eir
hefðu líklega sagt eitthvað meira, ef presturinn hefði
ekki heyrt til; því það var auðsjoð, að þeim var
storkun í, að stúlkan gerði ekki noma setti á sig reig-
ingssvip við kveðju þeirra og svaraði engu orði.