Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 90
152 Paul Heyse:
vetra gamla telpu, og benti A prestinn, sem var að
hagræða sjer í bátnum, lypti upp hempunni og
breiddi hana snirtilega út yfir þóptuna. Hann var
lágur vexti, vel í holdum og sællegur, og vingjarnleg-
ur útlits. Pólkið hætti við verk sitt snöggvast til
að horfa A prestinn sinn fara frá landi og taka blíð-
legri kveðju hans; hann þekkti þar hvert manns-
barn og var vel látinn af öllum.
#En hvers vegna ætlar hann út í Capri, amma
mín ?« spurði Eakel litla. »Hefir fólkið þar þá eng-
an prest, fyrst það þarf endilega að lána okkar ?«
eHeimska er í þjer, barn,» mælti kerling. »Nátt-
úrlega hefir það bæði presta og kirkjur, og svo er
þar að auki á einum stað í eynni guðhræddur ein-
setumaður, sem við höfum engan. En þar heldur
líka til ein rík frú, ósköp góð og væn, sem var hjerna
í Sorrentó í fyrra og lá veik ósköp lengi og var nærri
því dauð; hún hjelt opt hún mundi ekki lifa nóttina
af og ljet þá allt af sækja prestinn til sín, En
blessuð guðsmóðirin hjálpaði henni, svo nú er hún
orðin frísk og hraust og getur laugað sig í sjónum
á hverjum degi. þegar hún fór hjeðan út í Capri,
gaf hún ósköp marga dúkata til kirkjunnar hjerna
og til fátækra hjcrna í þorpiuu, og vildi ekki fara,
segir fólk, fyr en presturinn lofaði að heimsækja hana
við og við eptir að hún væri komin út í eyna, til
þess að hún gæti skriptað fyrir honum. Henni þyk-
ir svo ósköp vænt um hann. Og okkur má held
jeg nú þykja nokkuð mikið vænt um, að við höfum
annan eins prest, sem veit eins mikið eins og erki-
biskup og sem fínustu frúr og höfðingjar leita til. Ma-
donna veri með honum 1» — Og svo veifaði kerlingin
á eptir bátnum, sem var að fara frá landi.