Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 137
Eyjarskeggjar á Pitcairn. 199
siðferði þeirra væri ábótavant í neinu. Vér dvöldum
svo langan tíma á eynni, að vér höfðum nœg kynni
af eyjarbúum. A hverjum sunnudegi prédikaði
Adams gamli og komu allir eyjarbúar til að hlýða
á rœður hans. Inir ungu menn vóru vel vaxnir og
hraustlegir, stúlkurnar fríðar og skemtilegam.
Ið eina, sem olli Adams gamla nokkurrar áhyggju,
var það, að svo sem fólkið fjölgaði, mundi eyjan brátt
eigi hafa nœgilegt uppeldi að veita íbúum sínum.
Beechey skipstjóri skýrði ensku stjórninni frá
þessu, og lét þá stjórnin flytja sextíu og fjóra af
eyjarbúum til Tahiti. Enn þeir undu þar illa hag
sínum, og gátu eigi búið við ófrið og siðleysi eyjar-
manna. Litu þeir þar engan glaðan dag, og langaði
alla heim til eyjar sinnar. Margir þeirra dóu í
Tahiti, enn hinir vóru fluttir fyrir innilega beiðni
þeirra til Pitcarn aftr. þurfti þá að gera þar ýmsar
umbœtr, því að jarðrœktinni á eynni hafði farið mjög
aftr á þessu tímabili.
Adams gamli var nú kominn á grafarbakkann.
Hann hafði yfirbœtt œskubrek sín, og þegar hann
leit yfir allan hópinn, er hann hafði alið önn fyrir,
mentað og kent góða siðu,þávar hann ánœgðari enn
frá megi segja. Hann andaðist 5. marz 1829, og
var þá hálfsjötugr. Varð hann mjög harmdauði eyj-
afbúum.
Maðr er nefndr Georg Nobbs. Hann var fœddr á
Blandi 1797, og gekk á unga aldri í herþjónustu á
flota Englendinga. Hann hafði reynt margt um dag-
ana, verið í mörgum orrustum og að síðustu í frelsis-
stríði Chili-manna, er þoir börðust við Spányerja.
Hann var maðr hugprúðr og hraustr, og inn mesti
mannvinr. Var hann orðinn leiðr á hermensku og