Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 152
214 George R. Sims:
»Segið þér mér, að hann bíði hér úti eftir fyrirgefn-
ingu föður síns ; segið þér mér, að hann sé hér ! þér
svarið mér ekki — hvar er hann þá ? Ó, barnið mitt
— inndæla barnið mitt — segið þér mór að hann sé
hér!»
Konan ókunna lyfti nú blæjunni frá andliti sér, og
Jóhanna sá, að hún var fríð kona sýnum, en tárin
runnu nú niðr kinnar hennar. »Æ,« sagði konan
kjökrandi, »maðrinn minn er dáinn.»
Jóhanna gamla hné nú niðr á stól og hélt höndun-
um fyrir andlit sór.
Ókunna konan, sem hafði setið, stóð nú upp og
tók blíðlega í hönd innar gömlu bústýru. «Heyrið
þér mér, Jóhanna,» sagði hún : »takið þér eftir því,
sem ég segi, Jóhanna mín góð ! Eirfkr minn sagði
mér frá yðr, og að þér hefðuð verið sér meira en í
móður stað. Ég fiyt yðr síðustu kveðju hans;
skilnaðarkoss hans, — inn síðasta koss, sem hann
kysti mig, — átti ég að færa föður hans».
»Svo hann er dáinn!« sagði Jóhanna grátandi og
hristi höfuðið,—»dáinn ! Og faðir hans, sem hefir
vonaö og vonað öll þessi þungbæru ár! Æ, já, ég
hefi líka vonað og vænt! Og svo eigum við aldrei
að fá að sjáhann framar hér megin grafarinnar ! Ó,
barnið mitt! Inndæla barnið mitt!«
*Eg kem í kvöld með boð frá honum ; ég flyt ykkr
síðustu orðin, sem komu af vörum hans«, sagði kon-
an. »Ég er komin langt að yfir reginhafið, til þess
að segja föður Eiríks, að hann bað fyrir honum og
blessaði hann á dauðastund sinni. þegar hann lá
banaleguna, sagði hann mér í fyrsta sinni frá mis-
klíðinni milli sín og föður síns«.
»því skrifaði hann okkr aldroi—æ, því skrifaði hann