Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 139
Eyjarskeggjar á Pitcairn. 201
Höfðu þeir Hill burt móð sér. ]petta fréttiNobbs;
hafði hann dvalið í Gambier-eyjum þenna tíma.
Pór hann nú aftr til Pitcairn og hólt áfram störfum
sínum. þegar langir tímar liðu svo, að ekkcrt skip
kom til eyjarinnar, skorti eyjarbúa oft ýmsa þá hluti,
sem mentaðar þjóðir mega eigi án vera. þcir létu
sér þá nœgja það, er fyrir hendi var og ey þeirra lét
þeim í té. Nobbs átti svarta klæðisúlpu; hún var
orðin afióa, enn hann var jafnan f henni þegar hann
hafði mest við og átti hátíðlegum kennimanns störf-
Um að gegna. þ>á er einhver hjóna-efni ætlaðu sór
að giftast, fóru þau til Nobbs og sögðu: »Meistari,
á sunnudaginn kemr verðið þér að fara í svörtu úlp-
una«, og vissi hann þá hvað undir bjó. Allir eyjar-
búar kunnu að lesa og skrifa, og frá Englandi hafði
verið sendr þangað fjöldi af bókum, og voru þær
lesnar rœkilega.
Enn eigi var sífeld sæla í þessari jarðnesku Para-
dís. Sextánda dag aprílmánaðar 1845 geisaði óða-
stormr um eyna. Sjórinn gekk á land upp og regni
helti yfir eyna, grassverði sópaði á burt, akrarnir
biðu óbœtanlegt tjón, þrjú hundruð kókospálmum og
fjórum hundruðum brauðaldintrjáa svifti upp með rót-
um. Fjöldi af húsum eyjarskeggja hrundu, og bát-
arnir í fjörunni brotnuðu í spón. Eyjarskeggjar
fengu að vísu fœrt margt í lag aftr, enn upp frá þess-
um degi hafði eyjan eigi nœgan forða handa íbú-
um hennar. Eyjarbúar urðu því fegnir í hvert skifti
er skip kom til eyjarinnar, og gengu dögum oftar
upp á klettinn, þar sem Adams gamli oft hafði set-
þegar skip komu, slcunduðu allir niðr að sjó
°8 fögnuðu komumönnum, og sjómenn sýndu eyjar-