Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 39
Sigrún á Sunnuhvoli. 101
A eitthvað vita, er sig hafði dreymt hana. Eins og
^ðr hefir sagt verið, var Karen móðir hennar lítil
vexti og grönn, bjarthærð, bláeygð og snareygð.
Hún talaði alt af brosandi, þegar hún talaði við ó-
kunnuga. Hún var mx farin að verða skarpleit,
var snör í hreifingum og var ætíð sístarfandi. — Sig-
rún þakkaði henni gjafirnar, tók lokið af skrínunni
°g leit eftir, hvað það væri, sem í henni var. — #0
í®ja, láttu það bíða annars tíma,« sagði móðir
hennar; »ég tók eftir því, að þú ert ekki búin að
þvo upp ílátin; það máttu ekki láta hjá líða að
gjöra, barnið mitt, á ð r en þú hvílir þig.« ■— »Já, það
hefir nú ekki komið fyrir nema i dag.« — »Jæja,
komduþá; það er bezt óg hjálpi þér, úr því ég er hór
á annað borð,« sagði móðir hennar og stytti sig.
“l?ú verðr að venja þig á reglusemi, hvort sem ég
er við eða ekki.« Hún gékk á undan að mjólkr-
búrinu, og Sigrún hægt á eftór. þar tóku þær sig
til og þógu alt upp ; móðir hennar léit eftir öllu í
úúrinu og þótti henni þar ekki illa um gengið; hún
8agði henni til um alt, hversu til skyldi haga, og
újálpaði henni til að þvo upp, og til þessa géngu
eia eða tvær stundir. Meðan þær vóru að vinna,
hafði húu sagt henni frá, hvað þau hefðu fyrir stafni
úeinxa, og frá því, hve annríkt hún hefði átt nxx
síðast með að búa föðr hennar út í ferðina. Svo
spurði hún Sigrúnu, hvort hún myndi nú eftir að
lesa guðs-orð, áðr hún géngi að sofa á kvöldin ; »því
01 á ekki gleyma,« sagði liún, »annars blessast ekki
verkin daginn eftir.«
í>á er þær höfðu lokið starfi sínu, géngu þær út á
völlinn og settust þar, til að bíða kúnna. Og þeg-
ar þær vóru seztar niðr, spurði Ivaren eftir Ingiríði;