Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 13
Sigrún á Sunnuhvoli. 75
aði Aslákr. Jporbjörn stóð enn og var á báðum átt-
um; en hann sá, sem var, að án mannhjálpar kæm-
ist hann hvorki fram né aftr, og því væri bezt að
ganga heim að Norðr-Haugi. Hann batt því hestinn
á meðan og fór upp eftir. Aslákr fór á eftir honum.
Þorbjörn leit um öxl við honum; »ég kem þá með
góðu föruneyti til voizlunnar aftr,« sagði Aslákrhlæj-
andi. þorbjörn svaraði engu, en gékk leiðar sinnar
snúðugt. Áslákr gékk í hámót á eftir og raulaði
fyrir munni sér:
„það ríða tveir bændur i brúðkaups-hóf“ o. s. fr. ,
það er gamalt og alkunnugt kvæði. »þú gengr
hratt,« sagði hann svo eftir nokkra hríð ; »þú kemst
leiðar þinnar, þótt þvi farir hægra,« bætti hann svo
við. þorbjörn svaraði engu. jpeir heyrðu nú óm
af dansi og hljóðfæraslætti, og sáu ýmis andlit líta
út í rúðurnar á gömlu gluggunuin á inu tvíloftaða
úœjarhúsi. I'ólk stóð í hnöppum á hlaðinu. Hann
sá, að þetta fólk mundi vera að tala um það sín á
milli, hverjir það væru, sem að garði bæri; svo sá
Uann að þeir mundu vera þektir, og að fólkið færi
smám saman að koma auga á hestinn niðr frá og
Uátin, sem lágu lit um völlinn. Dansinn hætti og
ftlt fólkið þusti út á hlaðið rétt í því að þeir komu.
“Hér kemr þá brúðkaups-gestr, þótt nauðugr komi !«
úallaði Áslákr upp fyrir aftan þorbjörn, þá er hann
flálgaðist fólksþyrpinguna. Menn heilsuðu jporbirni
°8 þyrptust utan um hann.
“Hamingjan blessi hófið, góðan bjór á borði, fríð-
ar gentur á gólfi og fima fiðlara á stóli,« sagði Áslákr
°g tróðst inn í mannþröngina. Nokkrir hlógu, aörir
^oru alvarlegir ; einhver sagði : »Alt af liggr vel á
úsláki prangara.« jporbjörn hitti þegar fyrir kunn-