Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 82
144 Prosper Mérimée : ^
scm hann var líkari risa onn manni að voxti. Mór
var sagt, að rödd hans væri svona undarleg af því,
að kúlu hefði verið skotið i gegn um lungun á hon-
um í orustunni við Jena1.
|>á er hann heyrði, að óg kæmi úr herskólanum
i Foutenbló2, setti hann upp fyrirlitningarsvip og
mælti: »Fulltrúi minn féll í gær...«. Ég þóttist
skilja, að þýðing þessara orða væri sú : »þór eigið
að koma i hans stað, enn eruð eigi fær til þess«.
Mór lá við að svara ónotum, enn ég stilti mig.
Nú kom tunglið upp hinu megin við Shévrínó-
virkið, sem eigi var lengra frá náttstað vorum enn
svo sem' tvö fallbyssuskot. Tunglið var stórt og
rauðleitt, eins og það á að sór að vera, þegar það 1
er að koma upp. í þetta sinn virtist mér það þó
óvenjulega stórt. Um skamma stund bar virkið
sem svarta mynd við tunglið, og var það á að sjá l
sem gjósandi eldfjallstindr. .
Gamall hermaðr, sem stóð í nánd við mig, tók
eftir litnum á tunglinu og mælti: »það er nokkuð
rautt í kvcld ; það er fyrir því, að ekki verðr fyrir-
hafnarlaust að vinna þetta nafntogaða virki«. Eg
hefi ávalt hjátrúaðr verið, og spádómur þossi fékk
á mig, einkum þar sem svona stóð á. Ég lagðist
nú fyrir, enn gat eigi sofnað. Reis ég þá á fœtr
og gekk nokkra stund til og fní, og horfði á hina
ómælaulegu varðeldaröð, sem náði yfir allar hæð-
irnar liinu megin við Shévrínó-þorpið.
1) Orustan við Jena, niilli Napóleons I. og Prússa, 14.
okt. 1806.
2) Fontainebleau, bœr slcamt suð-austr lrá París ; áðr sátu
konujigar þar stundum.
I