Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 69
131
Sigrún á Sunnulivoli.
fyrir,« sagði hann og tók í hendina, sem rétti honum
berin. »Er þá, ekki bezt, að alt verði við það, sem
áðrvar‘?« sagði hann og var hálfveikr í málrómnum.
— »Jú« sagði hiin ofboð lágt og leit undan; svona
góngu þau áleiðis, og meðan hún þagði, þorði hann
hvorki að hreifa við henni né tala; en honum fanst
hann verða svo léttr á sór eins og fis, svo honum lá
við að rjúka um koll. Honum roðaði fyrir sjónum,
og þegar þau komu rótt í þessu á hól, þar sem
Sunnuhvoll blasti við þeim, þá fanst honum eins og
hann hefði alið þar allan sinn aldr og langaði þang-
að heim. — »jpað er eins gott að ég fari heim með
henni nú um leið,« hugsaði liann með sér og svalg
nú þor og þrek við þessa sjón, svo að hann varð ein-
ráðnari í þessu við hvert fótmál. »Faðir minn leggr
mér liðsyrði,« hugsaði hann; »ég afber þetta ekki
lengr, ég verð að fara yfir um, — ég verð að fara !«
Og hann greikkaði sporið æ meir og méir og horfði
beint fram undan sér; það sló bjarma yfir bygðina
og bæinn ; »já, í dag; ég tef ekki eina stund framar,«
og hann fann svo mikinn kjark í sór, að hann kunni
sér ekki læti.
»þú ætlar alveg að ganga mig af þcr,« lieyrði liaun
blíðlega sagt rétt fyrir aftan sig. það var Sigrún,
sem ekki var maðr til að fylgja honum og var að
gefast upp. Hann varð hálfsnoyptr og snéri sér við,
gékk á móti henni með útbreiddan faðm og hugsaði
með sér, að hann skyldi taka hana á loft; en þegar
hann kom að honni, þá gjörði hann það ekki. »Eg geng
svo hratt,«sagði hann. »Já, heldr en ekki,«svaraði hún.
þau voru nú komin þar að, som skógstfgrinn kom
saman við þjóðvegiun aftr. Ingiríðr haföi alt af
9*