Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 58
120 Björnstjerne Björnson :
f>vl nær sem kom kyrkjunni, því meiri hávaði
varð af hestunum, því að hver, sem kom, hneggjaði
til hinna, sem fyrir voru og stóðu bundnir, en þeir
toguðu í beizlistaumana, gjörðust óróir á fæti og
hneggjuðu móti þeim, sem vóru aðkoma. Allir hund-
arnir 1 sveitinni, sem höfðu heyrt hverjir til annara
alla vikuna og verið að smá-urra og espa hverjir aðra,
þeir hittust nú hór við kyrkjuna allir saman og lentu
þeir allir í einni þvögu í grimmustu áflog, bárust svo
tveir og tveir eða fleiri í hóp út um allan völl. Fólk-
ið stóð kyrt upp við kyrkjumúrinn og bæjarhúsin, tal-
aði saman í hljóði, og leit hver að eins til hliðar á
annan. Vegrinn lá fast fram með kyrkjumúrnum og
var ekki breiðr; bæjarhúsin lágu fast við veginn hinu
megin andspænis, og nú stóð kvennfólkið helzt upp
við múrinn, en karlmennirnir andspænis upp við
húsa-veggina. f>að var ekki fyrri en eftir nokkurn
tíma, að það dirfðist að fara yfir um hvort til annars,
og þó að kunnugt fólk sæist álengdar, þá lét það eins
og það þekti ekki hvað annað, þangað til þess hæfi-
legi tími var kominn; — það bar þá stundum við, að
kunningjar stóðu svo beint í vegi hvor fyrir öðrum,
þegar annarhvor kom, að ekki varð undan því kom-
izt að heilsa, en þeir horfðu þá varla hvor á annan
meðan þeir hoilsuðust, og géngu einatt hvor í sína
áttina á eftir.
þcgar Grenihlfðar-fólkið kom, varð nærri því enn
kyrrara um, en áðr; Sæmundr hafði ekki allmörg-
um að heilsa, og varð honum þvl greiðgengt fram
eftir fólks-röðinni; kvennþjóðin hans aftr á móti
gaf sig undir eins á tal við einhverjar konur, og
staðnæmdist meðal þeirra, sem stóðu fremstar í
röðinni. þegar_ því Grenihlíðar-karlmennirnir ætl-