Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 142
204 Eyjarskeggjar á Pitcairn.
og félag eitt sá Nobbs fyrir 1900 kr. tekjum árlega;
þótti þá eyjarskeggjum sem alt væri fengið og öllu
borgið um aldr og æfi á Pitcairu.
f>ó átti þetta ástúðlega og friðsama líf að taka
enda innan fárra ára. Arið 1856 var allr fólksfjöld-
inn á eynni 170 manns ; þar af vóru 88 karlkyns.
Nýlendunni stýrði yfirmaðr, sem ásamt tveim ráðgjöf-
um réði nálega öllum málum til lykta. Væri einhver
óánœgðr með úrskurð þeirra, mátti skjóta málinu
undir eiðsvarinn dóm, er sjö eyjarskeggjar sátu f,
og ef þeir, er lilut áttu að málum, eigi vildu hlíta
dómi þeirra, þá var skipstjóri á ensku skipi, því
sem næst bar þar að, œðsti dómari í málinu. A-
fengir drykkir máttu ekki koma á land á Pitcairn.
Allir höfðu sömu smíðatólin og sömu sleggjuna og
gengu þau áhöld hús úr húsi milli eyjarskeggja.
Alifuglarnir á hverju hoimili urðu að vera með vfsu
marki á fótum til þess að hver þekti sitt fjaðrfó.
Peningar sáust varla á Pitcairn; þar var því varla
önnur verzluu, enn vöruskifti, og var t. d. ákvæðis-
verð jarðeplatunnunnar 8 krónur; vinnulaun vóru
2 kr. á dag.
Pitcairn, þessi litla ey í inum mikla útsæ, fékk loks
eigi lengr borið mannfjöldann ; síðan voðastorminn
1845 hafði hagr eyjarskeggja alt af farið versnandi.
Moresby sjóliðsforingi hafði þegar 1852 bent á það,
að rœktunar-ávextir væri að rýrna, uppskeran að
mínka og vatnslindir að þverra. Enska stjórnin
sá nú, að eyjarbúar mundu neyðast til að flytja
burtu, ef þeir ætti eigi að deyja úr hungri. Valdi
stjórnin Norfolk-ey, sem liggr langt vestr frá Pit-
cairn, milli Nýja-Sjálands og Nýja-Hollands ; er það
frjósöm ey, skógivaxin, heilnæm og veðrsæl og nœgi-