Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 131
Eyjarskeggjar á Pitcairn. 193
inu, réðu þeir af, að halda til einhverrar óbygðrar
eyjar, þar sem þeir gæti verið óhultir fyrir Englend-
ingum ; því að þeir töldu sér hefudir vísar af þeirra
hendi. Fóru þeir þá til eyjarinnar Tubuai, sem er
fyrir sunnan Tahiti, og ætluðu þeir, að hún mundi
verða þeim hollr griðastaðr. Enn þar brugðust þeim
beztu vonir, því að eyjarskeggjar komu með ófriði af
landi ofan óðara enn þeir stigu á land. Urðu þeir
því að hverfa þaðan, og héldu þá aftr til Tahiti
til að fá sér þar konur, og heimsœkja þar vini sína,
er skyldu semja við eyjarskeggja fyrir þeirra hönd.
|>egar þangað kom, fóru þeir með undirferli og sögðu
eyjarskeggjum, að Bligh hefði fundið auðuga ey og
hefði þeir tekið sér þar bólfestu. Kœmi þeir til
þess að fá fleiri til að setjast þar að. Fengu þeir
með slíkum fortölum sínum átta karlmenn, tíu drengi
og níu kvenmenn til að fara með sér til Tubuai.
jpá er þeir vóru komnir þangað, bygðu þeir sér
þegar dálitið virki til varnar fyrir óvina árásum.
Síðan komu þeir sér upp húsum og tóku til að
rœkta jörðina. Framan af fór alt vel á móð þeim.
1 hóp þessum vóru nú tuttugu og fimm karlar, enn
konur að eins niu; enn með því sumir þóttust lifa
einlífi, ræntu þeir sér konum frá eyjarskeggjum og
spruttu af því óeirðir. líyjarskeggjar tóku nú ráð
sín saman um að gera atför að aðkomumönnum og
drepa þá alla, enn þeir, er komnir vóru frá Tahiti,
skildu mál eyjarbúa og sögðu hinum hvað í ráði var.
Vildu þeir þá eigi verða seinni til stórræðanna og
réðust á eyjarskeggja og drápu margt manna. Enn
eftir það vóru aðkomumenn aldrei óhultir um ]íf
sitt á eynni.
Xóunn. I. 13