Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 75
Sigrún á Sunnuhvoli. I.‘i7
»Eg só tvo menn koma hér að neðan,« sagði hann.
— »Svo ; núna um þetta leyti?« varð Karenu að orði,
og géklc hún líka út að glugganum. þau liorfðu lengi
niðr eftir. — »En, góði minn, — hverjir geta það
verið ?« sagði Karen svo, og þó ekki boinlfnis eins og
hún þyrfti að spyrja. — »það cr ekki gott að vita,«
svaraði Guttormr, og stóðu þau bœði enn sem fyrri
og horfðu út. — »Ég skil ekki alminnilega í þessu,«
sagði hxin. — »Ég heldr ekki,« sagði hann. Menn-
ina bar nú nœr. »Nú, það geta ekki aðrir verið en
þeir samt sem áðr,« sagði liún loksins. — »Jú það
eru víst þeir,« sagði Guttormr. Mennirnir komu
nú rétt heim undir bæinn ; þá staðnæmdist sá eldri
og leit aftr; sá yngri gjörði slíkt ið sama; héldu þeir
svo á fram.
»Getr þú skilið, hvað þeir muni vera að vilja?«
spurði Karen í álíkum tón og fyrst. »Nei; það veit
óg ekki,« sagði Guttormr. Karen snéri sér nú við,
gékk að borðinu og tók af því og þreif dálítið til í
stofunni. »Farðu í sparifötin þín aftr, barnið mitt,«
sagði hún við Sigrúnu; »því að hér ber gesti að
garði.«
Hún hafði naumast slept orðinu þegar Sæmundr
lauk upp hurðinni og kom inn, og þorbjörn á cftir
honum. »Hér sé guð !« sagði Sæmundr, staðnæmd-
ist lítið eitt við dyrnar og hélt svo á fram og heilsaði
fólkinu; þorbjörn á eftir. Síðast komu þeir til Sig-
rúnar, sem stóð úti í horni með silkiklút f hendinni,
og vissi ekki, hvort hún ætti að fara að láta hann á
sig aftr eða ekki, og vissi líklega naumast af, að hún
hélt á honum í hendinni. »Gjörið þið svo vel að fá
ylckr sæti,« sagði húfreyja. — »þakka yðr fyrir —
annars verðr maðr nú ekki laugþreyttr þennan stutta