Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 111
173
L’Arrabíata.
varðar ekkert um það«, sagði hún, nokkuð hvatlega.
»En jeg vil sjá á þjer hendina og leggja við hana
grös, því þú getur ekki gert mikið einhentur og það
með vinstri hendinni«. — »Jeg segi þjer satt, að þess
þarf ekki«. — »Lofaðu mjer þá að sjá, hvort það er
satt«. Hún þreif til handarinnar orðalaust og leysti
utan af henni. þegar híin sá, hvað bólgin hún var,
hrökk hún við og rak upp hljóð. — »það hefir komið
dálítill þroti í hana«, sagði hann ; »það batnar á ein-
um degi«. — Hún hristi höfuðið : »þú kemst ekki á
sjó í viku«. »0 jú, jeg vona jeg komist það úr því
líður dagurinn á morgun«. Hún var búin að sækja
vatnsílátið og þvo sáriö aptur, og ljet hann hana
ráða, eins og hann væri barn. Síðan lagði hún
græðijurtirnar við ; þá linaðist strax seyðingurinn, og
síðan batt hún um aptur með nokkrum ljerepts-
ræmum, sem hún hafði líka haft með sjer. þegar
það var búið, sagði hann: »Jeg þakka þjer fyrir.
Og heyrðu, ef þú vilt gera mjer eun þá betur til,
þá fyrirgefðu mjer, að jeg hagaði mjer 1 dag eins
vitlaus maður, og gleymdu öllu sem jeg hefi talað
og gjört. Jeg skil ekki sjálfur í því, hvernig þetta
kom að mjér. þú hefir að minnsta kosti aldrei
ger.t neitt það, að jeg þyrfti að láta svona. þú skalt
aldrei heyra mig segja neitt hjeðan af, sem þjer er
skapraun f«. — Hún tók fram í og sagði: »það er
jeg, sem á að biðja fyrirgefningar. Jeg liefði átt
að fara öðru vísi að við þig og skynsamlegar. Jeg
hefði ekki átt að æsa í þjer blóðið með því að þegja.
Og svo þar á ofan sárið ...« — »þú áttir hendur þín-
ar að verja, og það mátti okki seinna vera, að jeg
rankaði við mjer. Auk þess er þetta hreint ekki
neitt, eins og jeg hefi sagt. Yertu ekki að tala um