Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 119
181
,Monitor’ Jóns Eiríkssonar.
afl, geta haldizt í hreyfingu níu stundir á hverjum
degi á öllu þessu svæði.
Einhver in síðasta uppfundning Jóns Eiríkssonar
er hrökkálsnekkjan (Destroyer’ ((Tortímir’). jjetta
skip er örskreiðast allra skipa, er bygð hafa verið til
þessa, og öðru vis að gerð enn önnur hrökkálaskip.
A því er fallbyssa neðansjávar, og að eins eitt skot
úr henni mundi sökkva inu stœrsta brynskipi.
Jón Eiríksson liefir jafnan verið mjög unnandi
ættlandi sínu Svíþjóð, þótt hann hafi dvalizt erlend-
is. Hefir hann oft sent stórgjafir heim til Svíþjóð-
ar til að styrkja ýmsar nytsamar framkvæmdir. Sví-
ar hafa og sýnt honum allan sóma; vísindafólög
í Svíþjóð hafa kosið hann til félaga síns, og háskól-
inn í Lundi hefir gert hann að heiðrsdoktóri, að
vér ekki nefnum krossa og heiðrsmerki.]
að eru liðin rúm tuttugu ár síðan tilburðir þeir
'Jt urðu, er hér skulu í frásögu fœrðir. Laugardags-
taorguninn 8. marz 1862 var ég á ferð í glaða sólskini á
litlumbátimeð nokkurum ameríkskum sveitarforingj-
Um ; komum vér frá kastalanum Eort Monroe, er
þar var á landi uppi, og vórum á heimleið til virkis
v°rs Eip Raps, er stóð utanvert við mynni James-
újótsins, þar sem vér höfðum setulið vort undir for-
ustu lautenants Helledays, er fyrr liafði verið foringi
* sjóliði Svía.
Útlitið var tvírætt; alt var í kyrð og ró, enn
a-ll-ófriðlegt um að litast. Á landi uppi vóru
þau tvö kastalavirki, er þegar er getið, og þaðan
uiændu fallbyssurnar með ógurlögum svip, enn í milli
virkjanna lágu nokkur herskip með blaktandi fán-
Um- Á aðra hönd vóru tvær vígisstöðvar vorar í