Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 94
156 Paul Heyse :
leikur meira við. Bn að ávarpa vingjarnlega þann
sem verður á vegi fyrir manni, það samir líka þeim
mótlœttu«.
Hún leit niður fyrir sig og hnyklaði brýrnar,
eins og hún vildi dylja óblítt augnaráð. jpau
hjeldu nú áfram um hríð og mælti enginn orð.
Sólin skreytti fagurlega alla fjallatinda, Vesúvíus
mændi skallanum upp úr skýjabólstrinum og niðri
á láglendinu skein f hvít húsin hjer og hvar milli
grænna aldintrjáa.
Prestur tekur til orða aptur eptir nokkra stund.
»Hefir«, mælti hann, »málarinn, þessi sem þú kann-
ast við, Laurella, ekki gert vart við sig síðan, þessi
frá Neapel, sem vildi fá þig fyrir konu?«
Hún hristi höfuðið.
»Hann kom í þetta sinn, sem við vitum, til þess
að búa til mynd af þjer. Hvers vegna vildirðu ekki
lofa honum það?«
»Af hverju reið honum á að mála mig? jpað eru
aðrar stúlkur miklu fallegri en jég. Og hver veit
líka hvað hann kynni að hafa gert með því. Hann
hefði getað heillað mig meðan hann var að mála mig,
svo að jeg hefði skaðazt á sálinni; mamma sagði,
að hann hefði meira að segja kannske getað gert
út af við mig«.
»Hvað kemur til, að þú hugsar svona syndsamlega?«
svaraði prestur með alvöruróm. »Brtu ekki sífellt í
Guðs hendi, án hvers vilja ekkert þitt höfuðhár fell-
ur til jarðar? Og heldurðu, að maður, sem býr til
svona mynd, sje fyrir það máttugri en Drottinn ?
|>ú máttir þar að auki sjá, að hann vildi þjer vel.
Heldurðu hann hefði annars viljað ciga þig ?«—Hún
þegir.—»Og hvers vegna vildurðu ekki taka honum ?