Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 78
140 Björnstjerne Björnson:
látr,« sagði hún, en leit ekki upp. — »|>að held ég
sé farið að lagast,« sagði Guttormr; #þú manst sjálf,
hvað þú sagðir í dag.« — — Hjónin horfðust nú í
augu; það svaraði svo sem drykklangri stund. —
»Ef við að eins gætum verið viss um hann,« sagði
hún. — »Já, hvað það snertir,# tók nú Sæmundr til
til orða aftr, »þá vcrð ég að segja um það sama, sem
áðr; það er ekki hætt við að vagninn velti, þegar
hún heldr í taumana. það er ótrúlegt, hvert vald
hún hefir yfir honum ; það sá ég bezt þegar hann lá
heima hjá mér og vissi ekki, hvort hann mundi
nokkurn tíma til heilsu komast aftr eða ekki.« —
»þú mátt nú ekki vera alt of þrá heldr,« sagði Gutt-
ormr; »þú Veizt, hvað hún vill sjálf, og hún er það
nú, sem við lifum fyrir !« þá leit Sigrún upp í fyrsta
sinn og á föðr sinn, og skein hlýtt þakklæti í því
augnaráði. »0 — jæja,« sagði Karen eftir stundar-
þögn, og dróg nú fingrinn fastara en áðr eftir borð-
inu ; »þó ég hafi spyrnt á móti í lengstu lög, þá hefir
það líklega verið í góðu skyni gjört------það er okki
víst, ég hafi verið eins hörð, eins og orð mín —«
Hún löit upp og brosti með tárin í augunum. þá
stóð Guttormr upp. »þá f guðs nafni er það fram
komið, sem ég hefi mcst óskað af öllu í þessum
heimi,« sagði hann og gékk þvert yfir gólfið til Sig-
rúnar. — »Ég hefi aldrei kviðið því,« sagði Sæmundr
og stóð nú upp líka ; »það nær saman, sem saman á
að ná.« Hann gékk þvórt yfir gólfið. »Nú, — hvað
segir þú um þetta, barnið mitt ?« sagði Karen, og
gékk nú líka til Sigrúnar.
Sigrún sat enn kyr; þau stóðu nú öll umhverfis
hana, nema þorbjörn, sem enn sat kyrr í sætinu.
»þú verðr aö standa upp, barnið mitt,« hvíslaði móð-