Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 140
202 Eyjarslceggjar á Pitcairn.
búuin meiri kurteisi og virðingu enn þcim annars er
tamt í Kyrrahafs eyjum.
Eyjarskeggjar höfðu lýðstjórn, og hafði einn maðr
yfirstjórn á hendi og með honum tveir ráðherrar.
Stjórn eyjarbúa sendi nú beiðni til ensku stjórnarinn-
ar og fór þess á leit, að Nobbs mætti taka prest-
vígslu í Englandi. Komast þeir svo að orði í bón-
arbréfi sínu :
»Hr. Nobbs hefir nú í 19 úr verið prédikari vor og
kennari, og fáum vér hvorki fullþakkað né metið
alúð hans og iðju. Enn hann hefir eigi þegið prcsts-
vígslu né prédikara sýslun hjá kyrkju þeirri, er vér
heyrum til. Söfnúðr vor er nú 138 manns (71 karl-
maðr og 67 konur) og stœkkar meir og meir. Vér
leyfum oss því að beiðast þess, að Nobbs verði vígðr
prestsvígslu«.
Arið 1852 kom enskr sjóliðsforingi, að nafni Mo-
resby, til Pitcairn. Hann segir greinilega frá eyjar-
búum: »Ég hefi orðið margs vísari á sjóferðum
mínum, enn ekkert hefir orðið svo ríkt í huga mér,
sem koma mín til Pitcairn. Eg þreifaði þar á guðs
almættishönd í stóru og smáu. Eg kom þangað til
að sœkja prédikara eyjarskeggja, er fara átti til
Englands til að taka prestsvígslu. Eyjarmenn fá
nálega allar nauðsynjar sínar, þær er eigi eru að fá á
eynni, hjá hvalveiðamönnum frá Ameríku. Mig furð-
aði á því er eg heyrði að sjómenn hegða sér jafnan
siðsamlega á Pitcairn. Eg sagði einum háseta minna
frá þessu, er var drengr góðr enn heldrófyrirleitinn,
og svaraði hann mér því: »Ef nokkurir af félögum
vorum hegða sér illa liér, þá skulu þeir sjálfa sig fyr-
ir hitta«. Eyjarbúar þessir eru svo saklausir, ein-
faldir og blátt áfram, að því verðr okki með orðum