Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 83
Unnið virkið. 145
|>íi er ég hugði að nætrloftið og kœlan hefði svalað
nógu vel blóði mínu, fór ég að eldinum aftr, sveipaði
vandlega að mér kápu minni og lót aftr augun, í
þeirrx von, að ég mundi eigi þurfa að opna þau aftr
fyrr enn næsta morgun. Enn svefninn vartregrtil
að koma. Leið þá eigi á löngu áðr hugrenningar
mínar fóru smátt og smátt að verða daprlegar. Eg
hugsaði út í það, að ég ætti engan vin á mcðal þessa
ótölulega manngrúa, er þar væri á vellinum; yrði
ég sár, mundi óg verða látinn á spítala, og mundu
fákunnandi sáralæknar og skeytingarlausir gera við
mig. Minntist ég nú þess, er óg hafði lieyrt frá
sagt um sáralækningar. Hjartað í mér barðist á-
kaflega, og mér varð það ósjálfrátt, að brjóta sam-
an vasaklút minn og búa mér til óins konar brynju
úr honum og vasabókinni minni. Ég var yfir kom-
inn af þreytu og var allt af við og við að síga á
mig svefnhöfgi, enn undir eins og ætlaði að renna í
brjóstið á mór, hrökk óg ávalt upp með andfœlum
við eitthvert óhapp, sem bar mór fyrir hugskotssjónir.
A endanum bar samt þreytan hærra hlut, og var
ég steinsofandi, þá er liðið var vakið um morguninn.
Vér fylktum oss nú, og var gætt að, hvort allir væri
við; síðan var byssunum hlaðið saman aftr, og var
eigi annað fyrir að sjá, enn að orustulaust mundi
verða um daginn.
Um nónskeið kom til vor einn aðstoðarmaðr yfir-
hcrshöfðiugjans og fœrði oss oinhverja skipun haus.
Vór vórum hítnir vopnast aftr; dreifskyttur vorar
fóru víðsvegar um völlinu ; vér fórum hœgt og hœgt
á eftir þeim, og cftir þriðjuug stundar sáum vér, að
allir forverðir Rússa beygðu við og fóru iun í virkið.
Iðunn. I.
io