Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 38
100 Björnstjerne Björnson:
Sigrún var svo skelfing hrædd, því að hún vissi ekki,
hvort þeirra hún fremr vildi að betr hefði; en hvor-
ugt vildi hún í rauninni að xniðr hefði. »Æ, farið
þið varlega með blómin ínín !« kallaði hún til þeirra,
en þau géngust harðara á en áðr, og fallegu blómin
dreifðust út um alt. Móðir hennar tróð á þeim,
og hann eins; Sigrún grét. En þegar þorbjörn
hafði slept blómunum, varð hann svo ljótr, svo
ljótr; hárið óx á honum, andlitið stækkaði, augna-
ráðið varð illilegt og hafði hann stórar klær, sem hann
læsti í móðr henuar. »Varaðu þig, mamma 1 Sérðu
ekki, að þetta er einhver annar? — Varaðu þig!«
æpti hún upp yfir sig og ætlaði að hlaupa til og
hjálpa móður sinni, en komst þá ekki úr sporum.
þá kallaði einhver á hana, og það var aftr kallað.
En undir eins hvarf þorbjörn og móðir hennar líka ;
það var kallað á hana enn einu sinni. »Já !« svaraði
Sigrún, og við það vaknaði hún.
»Sigrún !« var nú kallað. »Já!« svaraði lmn og
leit upp. »Hvarertu?« var spurt. það er mamma,
sem er að kalla á mig, hugsaði Sigrún með sér,
stóð upp og gékk heim að selinu ; þar stóð þá móðir
hennar úti með nestis-skrínu í annari hendi, en
skygði hinni fyrir auga og horfði til liennar.
»Ijiggrðu þá ókki sofandi hér úti á víðavangi !«
sagði rnóðir honnar. »Mig sótti svo svefn,« svaraði
Sigrún, »að ég snaraði mór út af litla hríð, og vissi
ég svo ekki af fyrri en ég var sofnuð alt í einu.« —
»það verðurðu að varast barnið mitt.-----------Ég hefi
hérna dálítið handa þér í skrínunni; ég bakaði í gær,
af því að faðir þinn ætlar í langferð.« En Sigrún
fann það á sér, að það bjó eitthvað annað undir
ferð móður sinnar, og hugsaði hún að það mundi