Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 85
Unnið virlcið. 147
mein í lægðirmi þar sem við vórum. Allmikið kvilu-
brot tók af mér húfuna og drap mann við hliðina
á mór.
»Ég samgleðst yðr«, sagði svéitarforinginn við mig,
þá er ég var búinn að taka húfu mína upp aftr, »ekki
fái þér fleiri í dag«. Mér var kunnugt um þá hjátrú
hermanna, að þeir telja það víst, að eigi lendi tvö
skot á sama manni á einum degi í orustu, eins og
eigi má kæra tvisvar um sömu sök fyrir dómi. Ég setti
méð rembilæti húfuna á höfuðið og mælti: »Mór þyk-
ir þéir heimta nokkuð hranalega kveðjurnar«. þetta
lélega spaugsyrði féll mönnum ágætlega í geð, eftir
því sem á stóð. »Ég samgleðst yðr«, mælti sveitar-
foringinn aftr, »þór fáið eigi fleiri skot, og í kveld
verðið þér orðinn sveitarforingi, því að ég finn á
mér, að mór er þegar staðr búinn. I hvert skifti
sem ég hefi fengið sár, hefir foringinn við hlið mér
fengið meinlaust skot«. Síðan sagði hann í enn
lægri róm og eins og hann fyriryrði sig: »Og svo
hafa nöfn þeirra allra byrjað á P.«
Ég lét sem ég tæki eigi mark á slíku ; enn mörg-
um mundi hafa farið eins og mór, að þeim hefði
fundizt mikið um þessi spásagnarorð. línn með því
að ég var nýkominn og öllum ókunnugur, fann ég að ég
gat engum trúað fyrir tilfinningum mínum, og að ég
mátti eigi láta á öðru bera, enn að ég væri óskelfdr,
hvað sem á gengi.
Að hálfri stundu liðinni rénaði skothríð Eússa að
miklum mun, og fórum vór þá úr skjóli voru, og
héldum að virkinu.
í herdeild vorri vóru þrír liðsflokkar ; var öðrum
flokknum skipað að fara kringum virkið, og koma